Aðfluttir umfram brottflutta hlutfallslega fleiri á Miðsvæði

20.12.2022

Aðfluttir umfram brottflutta hlutfallslega fleiri á Miðsvæði

Gögn um aðflutta umfram brottflutta voru nýlega uppfærð (Mynd 1.1 h. b.). 

Hagstofa Íslands hefur ekki birt gögn um búferlaflutnigna eftir byggðakjörnum eða póstnúmerum frá árinu 2017 og því ná upplýsingarnar um Miðsvæði til Norðurþings alls að þessu sinni og eru birt í nýrri mynd. Að sama skapi eru gögn fyrir Austursvæðið eingöngu með upplýsingum um Langanesbyggð go Svalbarðshrepp og Hrísey og Grímsey inni í gögnum fyrir Akureyri.

Frá árinu 2013 hafa aðlfuttir verið fleiri en brottfluttir á landinu öllu. Hæst var hlutfallið árið 2017 þegar aðfluttir voru 2,44% fleiri en brottfluttir. eftir það lækkaði hlutfallið og varð lægst árið 2020 0,67%. Árið 2021 hækkaði hlutfallið á ný og náði 1,31%. Á Vestursvæði hafa aðfluttir verið fleiri en brottfluttir nema árin 2012, 2013 og 2014. Mestur munur var árið 2021 1,49%. Á Austursvæðinu er aðeins aðra sögu að segja en þar hafa aðfluttir verið hlutfallslega færr öll árin nema 2012, 2018 og 2020. Á árinu 2021 var hlutfallið neikvætt -0,5%, brottfluttir því aðeins fleiri eða aðfluttir. 

Þróunin á Miðsvæðinu er um margt líkari Vestursvæðinu en Austursvæðnu þó sveflur séu ívið meiri á Miðsvæðinu. Frá árinu 2014 verða aðfluttir umfram brottflutta fleiri á Miðsvæði. Árið 2018 eru brottfluttir hlutfallslega fleiri en aðfluttir og sömu sögu er að segja á árinu 2020. Þessi tvö ár er þróunin á Miðsvæði önnur en á  öllum samanburðarsvæðnum. Aðfluttir eru fleir en brottfluttir þessi tvö ár á hinum samanburðarsvæðunum þremur. Skýringarnar kann að vera að finna í annars vegar lokum framkvæmda við verksmiðju PCC BakkiSilicon og hins vegar framleiðslustöðvun og COVID-19 heimsfaraldrinum.  

Aðfluttir umframbrottflutta eru 1,11% á árinu 2021 og er það þróun í sömu átt og á landinu öllu og Vestursvæðinu.