Athyglisverðar upplýsingar um búsetu fasteignaeigenda og þróun leiguverðs

07.03.2019

Athyglisverðar upplýsingar um búsetu fasteignaeigenda og þróun leiguverðs

Í dag voru birtar upplýsingar um búsetu fasteignaeigenda á miðsvæði og þróun leiguverðs.

Þróun leiguverðs á Húsavík er afar athyglisverð. Á árinu 2011 var meðalverð pr. fermetra 855 kr. en á árinu 2018 var verðið 1.709 kr. pr. fermetra. Leiguverð hefur því tvöfaldast á þessum 7 árum sem verkefnið hefur fylgst með þróun leiguverðs á Húsavík. Mest er hækkunin á milli áranna 2017 og 2018 þegar leiguverð hækkaði úr 1.356 kr. í 1.709 kr. pr fermetra. Ef við tekið er dæmi um þriggja herbergja íbúð sem er 90 m2 þá hefði leiguverð fyrir slíka íbúð verið 76.950 kr.  miðað við meðalverð árið 2011 m.v. þinglýsta leigusamninga það ár en 153.810 kr. miðað við meðalverð árið 2018 m.v. þinglýsta leigusamninga það ár.

Þegar búseta fasteignaeigenda á miðsvæði eru skoðuð koma athyglisverðar upplýsingar í ljós. Í Norðurþingi og Þingeyjarsveit fjölgar fasteignaeigendum sem búsettir eru í sveitarfélaginu en í Skútustaðahreppi og Tjörneshreppi fækkar þeim fasteignaeigendum sem búsettir eru í sveitarfélaginu. Um 30% faseteignaeigenda í Skútustaðahreppi búa utan sveitarfélagsins og um 34,4% fasteignaeigenda í Tjörneshreppi búa utan sveitarfélagsins. Til samanburðar eru 16.7% fasteignaeigenda í Norðurþingi búsettir utan Norðurþings.