Búum fækkar á vöktunarsvæði Sjálfbærniverkefnisins

04.01.2019

Búum fækkar á vöktunarsvæði Sjálfbærniverkefnisins

Eitt af því sem fylgst er með í Sjálfbærniverkefninu á Norðausturlandi er búfénaður og fjöldi búa. Gögn þar um eru birt í vísi 3.2. 
Ef tegundir og fjöldi búfénaðar er skoðað sést að frá árinu 2011 til ársins 2017 hefur sauðfé fækkað úr tæplega 43 þús. gripum í rúmlega 40 þús. gripi. Fjárbúum hefur á tímanum fækkað úr 234 þegar mest var árið 2012 í 191 á árinu 2017. Nautgripum hefur fjölgað lítilsháttar frá árinu 2011 og sömuleiðis hrossum. Þó nautgripum hafi fjölgað þá hefur þeim búum þar sem nautgripir eru ræktaðir ýmist vegna mjólkur- eða kjötframleiðslu fækkað úr 74 þegar mest var árið 2012 í 64 árið 2017.  Hrossabú voru flest 105 árið 2016 er voru 89 árið 2017. Fjöldi svína er óbreyttur frá árinu 2011 til ársins 2017 en svín á vöktunarsvæðnu eru 196 talsins. Svínabú eru nú tvö á vöktunarsvæði Sjálfbærniverkefnisins. Á árinu 2017 voru 14 loðdýr í einu loðdýrabúi á vöktunarsvæði Sjálfbærniverkefnisins. Um er að ræða kjötkanínur. Alifuglum hefur fjölgað á tímabilinu. Fæstir voru þeir 438 árið 2012 en flestir árið 2017 þegar þeir voru orðnir 579.