Í vísi 2.1 er fylgst með loftgæðum í tengslum við starfsemi PCC BakkiSilicon. Á annars vegar Húsavíkurhöfða og hins vegar við Héðinsvík eru loftgæðamælar sem safna gögnum alla daga ársins, allan sólarhringinn. Í liðinni viku voru gögn vísisins uppfærð fyrir árið 2021. Fylgst með með brennisteinsdíoxíði (SO2), PM10 og PM2,5.
Styrkur brennisteinsdíoxíðs fór aldrei á árinu 2021 yfir viðmiðunarmörk, á það við hvort tveggja um viðmiðunarmörk fyrir dagsgildi eða stundargildi.
PM10 sem eru svifryksagnir sem eru undir 10 µm að stærð. Styrkur PM10 í andrúmslofti fór tvisvar sinnum á árinu 2021 yfir viðmiðunarmörk fyrir dagsgildi. Það var á Húsavíkurhöfða þann 4. apríl og aftur 28. maí. Aðra daga voru dagsgildi fyrir PM10 undir viðmiðunarmörkum á báðum mælistöðvunum.
PM2,5 eru svifryksagnir sem eru undir 2,5 µm að stærð. Styrkur PM2,5 í andrúmslofti fór aldrei yfir viðmiðunarmörk á árinu 2021.
Stöð 2 - Héðinsvík (Húsavík norður)
Stöð 1 - Húsavíkurhöfði - (Húsavík suður)