Íbúum á Húsavík fækkaði á milli ára

26.03.2021

Íbúum á Húsavík fækkaði á milli ára

Nýverið birti Hagstofan gögn um íbúafjölda í sveitarfélögum og byggðakjörnum. Nú er unnið að því að taka gögnin saman fyrir vöktunarsvæði Gaums. 

Fyrstu upplýsingar liggja fyrir og sýna að íbúum á Húsavík hefur fækkað á milli áranna 2020 og 2021. Við upphaf árs 2020 voru íbúar á Húsavík 2.414 en 2.383 við upphaf árs 2021. Fækkunin nemur 1,28% eða 31 manns.

Síðast voru íbúar yfir 2.400 árið 2002 en eftir það fækkaði íbúum jafnt og þétt og voru fæstir 2.189 árin 2015 og 2016. Frá árinu 2016 hefur íbúum á Húsavík farið fjölgandi, þar til núna í upphafi árs 2021. Flestir voru íbúar á Húsavík árið 1996 en þá voru þeir 2.511 talsins.