Samstarfsyfirlýsing Landsvirkjunar og Norðurþings um þróun vistvæns iðngarðs á Bakka

30.10.2020

Samstarfsyfirlýsing Landsvirkjunar og Norðurþings um þróun vistvæns iðngarðs á Bakka

Landsvirkjun og Norðurþing hafa skrifuðu þann 28. október síðastliðinn undir viljayfirlýsingu vegna greiningar á möguleikum þess að þróa iðnaðarsvæðið á Bakka sem vistvænan iðngarð (e. eco-industrial park) ásamt greiningu á möguleikum ólíkra iðngreina til að styðja við frekari uppbyggingu orkuháðrar atvinnustarfsemi á svæðinu samkvæmt markmiðum sveitarfélagsins. Norðurþing leggur mikla áherslu á að frekari atvinnuuppbygging á Bakka hafi sjálfbærni að leiðarljósi og styðji við jákvæða samfélagslega og efnahagslega þróun svæðisins. Orkuvinnsla á Þeistareykjum, flutningskerfi raforku sem og hafnaraðstaða á Húsavík eru meðal þeirra innviða sem byggðiar hafa verið upp á undanförnum árum. Sterkir innviðir ásamt auðlindum svæðins auka möguleika og tækifæri til uppbyggingar fjölbreyttrar atvinnustarfsemi á Bakka. 

Hmyndafræðin um vistvæna iðngarða byggir á heildrænni nálgun á uppbyggingu iðnaðarsvæða, þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi. Mótaður er ákveðinn rammi um uppbyggingu svæðisins og lagður grunnur að víðtæku samstarfi fyrirtækja og ýmissa hagaðila sem samnýta innviði, aðföng og hráefnastrauma sína til að draga úr umhverfisáhrifum framleiðslu sinnar og styðja við nýsköpun. Uppbygging vistvænna iðngarða er í mikilli sókn á heimsvísu sem aðferð framleiðslufyrirtækja til að stuðla að aukinni sjálfbærni og til að ýta undir getu þeirra til að starfa eftir hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins. Settur verður á fót vinnuhópur ýmissa hagaðila undir stjórn Norðurþings. Hlutverk hans er að greina möguleika Bakka á þessu sviði.

Frétt á vef Landsvirkjunar

Frétt á vef Norðurþings