Sauðfé og sauðfjárbúum fækkar á Miðsvæði

08.08.2022

Sauðfé og sauðfjárbúum fækkar á Miðsvæði

Sauðfjárbú voru 168 á árinu 2021 á Miðsvæði en voru flest 234 árið 2012. það er um 28 prósent fækkun á tímabilinu. Sauðfé hefur fækkað úr 42.675 í 32.832 á tímabilinu frá 2011-2021 eða um 23 prósent.

Þróunin er öfug í sauðfjárbúskapnum miðað við aðra bústofna, til að mynda hefur nautgripum fjölgað úr 4.392 í 4.848 frá 2011-2021, svínum úr 196 í 793 en fjöldi hrossa er áþekkur yfir og var 2011. 

Nautgripabúum hefur fækkað úr 74 þegar mest var árið 212 í 59 árið 2021. Aðeins er eitt svínabú á Miðsvæði og og hefur verið þannig yfir vöktunartíma Gaums ef frá eru talin árin 2016-2017 þegar tvö bú voru á svæðinu og 2018 þegar ekkert svínabú var á svæðinu. Hrossabúum fjölgaði um tíu á tímabilinu frá 2011-2021. 

Frá árinu 2015 hafa verið 1-2 loðdýrabú á svæðinu, en bústofninn lítill eða frá 5 dýrum árið 2021 í 29 dýr þegar mest var árið 2015. Í flestum tilfellum er um að ræða kanínur. 

Alifuglabú hafa verið frá 16 árið 2020 í 32 árin 2011 og 2015 með frá 219 fuglum upp í 579 fugla. 

Sjá nánar undir vísi 3.2 um atvinnulíf. 

 

Mynd við þessa frétt tók Aðalsteinn Árni Baldursson á Hraunsrétt.