1.1 Lýðfræði

1.1 Lýðfræði

  • Íbúafjöldi
  • Mannfjöldaþróun
  • Um vísi

Íbúafjöldi

1.1 a. Þróun íbúafjölda á Húsavík

Á myndinni má sjá að íbúum á Húsavík fækkaði á árunum 2011-2016 en tók aftur að fjölga frá árinu 2016. Gögnin byggja á stöðunni þann 1. janúar ár hvert. 

Íbúafjöldi

1.1 b. Íbúafjöldi á Miðsvæði

Íbúum á miðsvæði fækkaði frá árunum 2011 til ársins 2015 en þá tók íbúum að fjölga á ný. Þingeyjarsveit sker sig úr þar sem íbúum fjölgaði þar á árunum 2014 og 2015 en fækkaði eftir það fram til ársins 2017. Íbúum á miðsvæði hefur aftur fjölgað á milli áranna 2019 og 2020. 

Frumgögn og úrvinnsla

Íbúafjöldi

1.1 c. Samanburður á þróun íbúafjölda

Á myndinni má sjá hlutfallslega breytingu á íbúafjölda. Athygli vekur að hlutfallsleg fjölgun á miðsvæði er 5,05% á milli áranna 2016 og 2017 og að hlutfallsleg fækkun á austursvæði er 5,31%. Vestursvæði fylgir í meginatriðum sömu línu og landið allt þó fjölgunin þar sé minni.

Frumgögn og úrvinnsla

Íbúafjöldi

1.1 d. Vísitala, samanburður

Myndin sýnir vísitölu íbúafjölda á Íslandi, Vestursvæði, Miðsvæði og Austursvæði. Árið 2011 er sett sem núllpunktur og vísitalan 100 á því ári. Á árunum 2011-2015 lækkaði vísitalan á Miðsvæði á meðan hún hækkaði á landinu öllu og vestursvæði. Frá árinu 2015 hefur vísitala íbúafjölda hækkað úr 98,68 í 108,88 á Miðsvæði. Hæst fór hún í 114.07 á árinu 2018. 

Íbúafjöldi

1.1 e. Ríkisfang

Myndin sýnir fjölgun íbúa með erlent ríkisfang í Norðurþingi, Skútustaðahreppi, Tjörneshreppi og Þingeyjarsveit. Athugið að í þessi gögn ná til Norðurþings alls. Íbúum með erlent ríkisfang fjölgaði jafnt og þétt frá árinu 2011 til ársins 2016. Síðan þá hefur fjölgunin verið í stærri stökkum. Fyrst fjölgaði um 258 á milli áranna 2016 og 2017 og síðan um 346 á milli áranna 2017 og 2018. Að loknum framkvæmdatíma við Þeistareykjavirkjun og verksmiðju PCC BakkiSilicon hefur erlendum íbúum fækkað og voru á árinu 2019 alls 687.

Frumgögn og úrvinnsla

Íbúafjöldi

1.1 f.  Þjóðerni

Myndin sýnir að hlutfallslega eiga flestir íbúar með erlent ríkisfang uppruna sinn í Póllandi. Því næst eru Þjóðverjar, þá Slóvakar og loks Tékkar. Á árinu 2018 voru íbúar frá Bosníu Hersegoviníu í 4 sæti yfir fjölmennustu þjóðerni íbúa í sveitarfélögunum fjórum á miðsvæði.

Frumgögn og úrvinnsla

 

Íbúafjöldi

1.1 g. Uppruni eftir svæðum

Myndin sýnir uppruna íbúa með erlent ríkisfang eftir svæðum. Stærstur hluti íbúanna kemur frá löndum Austur-Evrópu. 

Frumgögn og úrvinnsla

Íbúafjöldi

1.1 h. Aðfluttir umfram brottflutta

Á árinu 2011 voru aðfluttir færri en brottfluttir á öllum samanburðarsvæðunum en á árinu 2017 hefur þetta snúist við þannig að aðfluttir eru nú fleiri en brottfluttir á öllum svæðum nema austursvæðinu.

Í gögnum um aðflutta og brottflutta eru tilteknir flutningar á milli landssvæða, milli sveitarfélaga og á milli landa. 

Frumgögn og úrvinnsla

Mannfjöldaþróun

1.1 i. Miðsvæði 2019

Hér má sjá aldurs- og kynjaskiptingu íbúa á miðsvæði á árinu 2019. Karlmenn eru enn fleiri en konur í flestum aldurshópum. Áhrif framkvæmdatíma sem voru mjög greinileg á mannfjöldapýramída ársins 2018 hafa aðeins dvínað að því leyti að miðhluti pýramídans vinstramegin hefur nú aftur sömu mittislögun og hann hafði fyrir framkvæmdatíma á Þeistareykjum og Bakka. 

Þar sem við birtum einungis nýjustu aldurspýramídana og pýramída frá 5 árum áður munum við hafa frumgögn fyrir myndir og úrvinnslu aðgengileg hér að neðan.

Frumgögn og úrvinnsla 2013/2018

Frumgögn og úrvinnsla 2014/2019

Athugið að gögn og útreikningar í þessu skjali eiga einnig við um alla mannfjöldapýramídana hér að neðan.

 

 

Mannfjöldaþróun

1.1 j. Miðsvæði 2014

Hér má sjá aldurs- og kynjaskiptingu íbúa á miðsvæði árið 2014. Yngstu árgangarnir eru fámennir ásamt því að fámennt er í hópi þeirra sem eru á aldrinum 25-39 ára. Þá eru konur fleiri í öllum aldurshópum upp að 30-34 ára aldurshópnum og líka í 35-39 ára aldurshópnum. 

Frumgögn og úrvinnslu má sjá undir efsta mannfjöldapýramídanum.

Mannfjöldaþróun

1.1 k. Ísland 2019

Á árinu 2019 má sjá að yngstu árgangarnir eru fámennari en þeir næstu á undan. Þá má sjá að hlutfallslega eru karlar fleiri í flestöllum árgöngum þar til kemur fram í allra elstu árgangana. 

Frumgögn og úrvinnslu er að finna undir efsta mannfjöldapýramídanum. 

Mannfjöldaþróun

1.1 l. Ísland 2014

Mannfjöldapýramídinn fyrir landið allt árið 2014 sýnir örlítil merki um að fjölgun sé í yngstu árgöngunum sem og þeim árgöngum sem teljast til barneignaraldurs.

Frumgögn og úrvinnslu er að finna undir efsta mannfjöldapýramídanum. 

 

Mannfjöldaþróun

1.1 m. Vestursvæði 2019

Farið er að bera á því að yngstu árgangarnir eru fámennari en þeir sem á eftir koma. Áfram er fámennt í hluta af þeim árgöngum sem teljast til barneignaraldurs. 

Frumgögn og úrvinnslu er að finna undir efsta mannfjöldapýramídanum. 

Mannfjöldaþróun

1.1 n.  Vestursvæði 2014

Yngstu árgangarnir viðrast nokkuð fjölmennir á vestursvæðinu á árinu 2014 þrátt fyrir að aldurshópar sem teljast til barneignaraldurs séu fámennir. 

Frumgögn og úrvinnslu er að finna undir efsta mannfjöldapýramídanum. 

 

1.1 i. Mannfjöldaþróun

1.1 o. Austursvæði 2019

Yngri árgangarnir sem og árgangar fólks á barneignaraldri eru enn fámennir á árinu 2019. Kynjaskiptingin er á þá leið að karlar eru fleiri í flestum aldursflokkum og það er helst að konur séu fjölmennari í allra yngstu og allra elstu árgöngunum.

Frumgögn og úrvinnslu er að finna fyrir neðan efsta mannfjöldapýramídann. 

Mannfjöldaþróun

1.1 p. Austursvæði 2014

Aldurs- og kynjaskipting á austursvæði sýnir að yngstu árgangarnir eru fámennir sem og árgangar á barneignaraldri. Þá vekur einnig athygli kynjamunur í aldurshópunum frá 40-59 ára þar sem karlar eru fleiri en konur. 

Frumgögn og úrvinnslu má finna undir efsta mannfjöldapýramídanum. 

Um vísi

Þeistareykjavirkjunar, iðnaðarstarfsemi á Bakka og aukin umsvif ferðaþjónustu geta haft áhrif á íbúafjölda á Norðausturlandi og í einstökum sveitarfélögum, hvort tveggja á uppbyggingartíma og rekstrartíma virkjunar og fyrirtækja í iðnaði og ferðaþjónustu. Því er mikilvægt að fylgjast með þróun mannfjölda. 

Í vísinum eru birtar upplýsingar um mannfjölda miðað við 1. janúar ár hvert, heildarfjöldi íbúa, kynjaskipting og aldursdreifing ásamt uppruna og fjölda brottfluttra og aðfluttra.

Tíðni

Árlega eru birt gögn sem sýna þróun íbúafjölda. Gert er ráð fyrir birtingu ekki seinna en 25. mars og miðast tölur við stöðuna 1. janúar ár hvert.

Svæði

Borin verða saman gögn af miðsvæði, austursvæði, vestursvæði og Íslandi.

Ábyrgð

Verkefnisstjóri ber ábyrgð á að afla gagna og birta þau í samræmi við birtingaráætlun.

Heimildir

Gögn eru sótt til Hagstofu Íslands.