1.3 Jafnrétti kynja

1.3 Jafnrétti kynja

  • Kynjahlutfall á vinnumarkaði
  • Um vísi

Kynjahlutfall á vinnumarkaði

1.3 a. Kynjaskipting sveitarstjórna á miðsvæði

Á myndinni má sjá að hutfall kynja í sveitarstjórnum á miðsvæði hefur á undanförnum árum verið ójafnt. Um og yfir helmingi fleiri karlar hafa setið í sveitarstjórnum á miðsvæði en konur. 

Frumgögn og úrvinnsla

Kynjahlutfall á vinnumarkaði

1.3 b. Kynjahlutfall í nefndum sveitarfélaga á miðsvæði

Myndin sýnir fjölda karla og kvenna í nefndum á vegum sveitarfélaga á miðsvæði. Kynjahlutföllin eru almennt nokkuð jöfn. Nokkur áranna skera sig þó sérstaklega úr, 2011 fyrir það að þá eru karlar í nefndum fleiri en konur og árin 2013 og 2014 fyrir það að þá eru konur fleiri en karlar í nefndum sveitarfélaga.

Frumgögn og úrvinnsla

 

 

 

Kynjahlutfall á vinnumarkaði

1.3 c. Kynjahlutfall starfsmanna Landsvirkjunar

Hér má sjá fjölda karla og kvenna sem starfa hjá Landsvirkjun. Um er að ræða störf í Kröflu og á Þeistareykjum. Hér er ekki er tekið tillit til starfshlutfalls og því ekki um raunverulegan fjölda starfa við virkjanirnar að ræða heldur eingöngu horft til kynja starfsmanna Landsvirkjunar í þessum tveimur virkjunum. Í upphafi árs 2019 voru engir starfsmenn Landsvirkjunar með starfstöð á Þeistareykjum heldur er virkjuninni sinnt af starfsmönnum í Kröflu. 

Í ársbyrjun 2021 voru 25 starfandi í Kröflustöðu og sinna jafnframt Þeistareykjavirkjun. Þar af voru 22 karlmenn  og 3 konur. Þetta er sami fjöldi og hlutföll og árið 2020. 

Frumgögn og úrvinnsla.

Kynjahlutfall á vinnumarkaði

1.3 d. Kynjahlutfall starfsmanna PCC BakkiSilicon

Myndin sýnir skiptingu kynjanna í starfsmannahópi PCC Bakki Silicon. Starfsmenn voru 142 í ársbyrjun 2019, 116 karlar og 26 konur en hafði fjölgað í 154 í ársbyrjun 2020, 130 karla og 24 konur. Við upphaf árs 2021 voru starfsmenn PCC 57 talsins, 49 karlar og 8 konur. 

 

Um vísi

Við upphaf vöktunartíma Gaums voru konur í flestum tilfellum færri en karlar í sveitarfélögum í Þingeyjarsýslu. Ójafnvægi í kynjahlutföllum getur haft áhrif á samfélagslegan stöðugleika. Þessum vísi er ætlað að fylgjast með jafnvægi kynjanna á vinnumarkaði.

Í vísinum verða birtar upplýsingar um kynjahlutfall á vinnumarkaði og kynjahlutfall í sveitarstjórnum og fastanefndum sveitarfélaga á svæðinu.

Tíðni

Árlega eru birt gögn sem sýna þróun kynjahlutfalls á vinnumarkaði. Til að byrja með er horft til gagna frá sveitarfélögum á svæðinu ásamt Landsvirkjun og PCC Bakki Silicon. Gert er ráð fyrir birtingu ekki seinna en 15. janúar ár hvert fyrir fyrirtækin en gögn tengd sveitarfélögum eru birt eigi síðar en 15. júní. 

Svæði

Borin eru saman gögn af miðsvæði og Íslandi.

Ábyrgð

Verkefnisstjóri ber ábyrgð á að afla gagna og birta þau í samræmi við birtingaráætlun.

Heimildir

Gögn eru sótt til tiltekinna fyrirtækja (Landsvirkjun og PCC Bakki Silicon til að byrja með) og sveitarfélaga á svæðinu.