1.6 Menntun

1.6 Menntun

  • Líðan grunnskólabarna
  • Menntunarstig íbúa á aldrinum 16-70 ára
  • Um vísi

Líðan grunnskólabarna

1.6 a. Líðan grunnskólabarna á miðsvæði, samanburður við Norðurland og Ísland

Á myndinni má sjá hvernig börnum í grunnskólum á miðsvæði líður í skólanum í samanburði við Norðausturland og landið allt. 

Frumgögn og úrvinnsla

Menntunarstig íbúa á aldrinum 16-70 ára

1.6 b. Menntunarstig íbúa 16-70 ára

Hér verða fyrst um sinn birtar upplýsingar um menntunarstig fullorðinna íbúa sem fengnar eru úr rannsóknum Þekkingarnets Þingeyinga. 

 

Upplýsingar um menntunarstig eru fengnar úr þremur rannsóknum sem unnar voru á Þekkingarneti Þingeyinga á árunum 2008, 2009 og 2013. 

Það ber að hafa í huga að upplýsingarnar ná yfir starfssvæði Þekkingarnetsins en ekki eingöngu miðsvæðið. Þá ber einnig að hafa í huga að svarhlutfall í rannsóknunum þremur er ekki marktækt miðað við 95% öryggismörk. Tölurnar eru því eingöngu settar fram hér til að gefa vísbendingar um menntunarstig svæðisins þar til nákvæmari upplýsingar verða aðgengilegar. 

 

Um rannsóknirnar frá 2008 og 2009

Könnunin náði til íbúa á aldrinum 18-80 ára. Alls voru 1.200 einstaklingar valdir af handahófi til að svara og fengu þeir könnunina senda í pósti. 

374 svöruðu könnuninni fyrra árið en 336 það seinna. Niðurstöður eru því ekki marktækar fyrir svæðið miðað við 95% öryggismörk. 

 

Um rannsóknina frá 2013

Upplýsingarnar koma úr rannsókn sem gerð var á þörfum og viðhorfum íbúa á starfssvæði Þekkingarnets Þingeyinga til menntunar. Notast var við tilviljanakennt úrtak, 598 einstaklinga sem hringt var í. Svörun var 46.32% og vantaði 52 svör upp á til að könnunin yrði marktæk miðað við 95% öryggismörk. 

 

Frumgögn og úrvinnsla

Um vísi

Líðan nemenda í grunnskóla gefur vísbendingar um ástand mála, gæði skóla og þróun innan grunnskólanna.

Menntunarstig íbúa gefur vísbendingar um hvernig og hvort íbúar geti mætt þörfum vinnumarkaðarins.

Í vísinum verða birtar upplýsingar um líðan grunnskólanemenda, hlutfall nemenda sem líður vel og mjög vel í grunnskóla. Þá verða birtar upplýsingar um fjölda íbúa með grunnmenntun, starfs- og framhaldsmenntun og háskólamenntun skv. ISCED sem er alþjóðleg flokkun. 

Tíðni

Á fjögurra ára fresti verða birt gögn um líðan grunnskólanemenda og á þriggja ára fresti verða birt gögn um menntunarstig íbúa. 

Svæði

Borin verða saman gögn af miðsvæði og Íslandi.

Ábyrgð

Verkefnisstjóri ber ábyrgð á að afla gagna og birta þau í samræmi við birtingaráætlun.

Heimildir

Gögn verða sótt til Hagstofu Íslands og í niðurstöður HSBC könnunar á líðan grunnskólanemenda sem framkvæmd er af Háskólanum á Akureyri.