1.6 Menntun

1.6 Menntun

  • Líðan grunnskólabarna
  • Menntunarstig íbúa á aldrinum 16-70 ára
  • Um vísi

Líðan grunnskólabarna

1.6 a. Líðan grunnskólabarna á miðsvæði, samanburður við Norðurland og Ísland

Á myndinni má sjá hvernig börnum í grunnskólum á miðsvæði líður í skólanum í samanburði við Norðausturland og landið allt. 

Frumgögn og úrvinnsla

Menntunarstig íbúa á aldrinum 16-70 ára

1.6 b. Menntunarstig íbúa 16-70 ára

Upplýsingar um menntunarstig íbúa eru nú fengnar úr rannsókn Landlæknis á heilsu og líðan Íslendinga. Rannsóknin er framkvæmd á fimm ár fresti. 

 

 

Upplýsingar um menntunarstig eru fengnar úr fjórum rannsóknum sem unnar voru af starfsmönnum Þekkingarnets Þingeyinga á árunum 2008, 2009, 2013 og 2018. 

Það ber að hafa í huga að upplýsingarnar ná yfir starfssvæði Þekkingarnetsins en ekki eingöngu miðsvæðið. Tölurnar eru eingöngu settar fram hér til að gefa vísbendingar um menntunarstig svæðisins þar til nákvæmari upplýsingar verða aðgengilegar. 

 

Um rannsóknirnar frá 2008 og 2009

Könnunin náði til íbúa á aldrinum 18-80 ára. Alls voru 1.200 einstaklingar valdir af handahófi til að svara og fengu þeir könnunina senda í pósti. 

374 svöruðu könnuninni fyrra árið en 336 það seinna. Niðurstöður eru því ekki marktækar fyrir svæðið miðað við 95% öryggismörk. 

 

Um rannsóknina frá 2013

Upplýsingarnar koma úr rannsókn sem gerð var á þörfum og viðhorfum íbúa á starfssvæði Þekkingarnets Þingeyinga til menntunar. Notast var við tilviljanakennt úrtak, 598 einstaklinga sem hringt var í. Svörun var 46.32% og vantaði 52 svör upp á til að könnunin yrði marktæk miðað við 95% öryggismörk. 

 

Um rannsóknina frá 2018

Árið 2018 var gerð könnun á búsetugæðum í Þingeyjarsýslu. Úrtakið var lagskipt slembiúrtak 1138 Þingeyinga. Af þeim samþykktu 516 þátttöku, 188 vildu ekki taka þátt og ekki náðist í 434. Svarhlutfall var 45%.

 

Frumgögn og úrvinnsla

Um vísi

Líðan nemenda í grunnskóla gefur vísbendingar um ástand mála, gæði skóla og þróun innan grunnskólanna.

Menntunarstig íbúa gefur vísbendingar um hvernig og hvort íbúar geti mætt þörfum vinnumarkaðarins.

Í vísinum verða birtar upplýsingar um líðan grunnskólanemenda, hlutfall nemenda sem líður vel og mjög vel í grunnskóla. Þá verða birtar upplýsingar um fjölda íbúa með grunnmenntun, starfs- og framhaldsmenntun og háskólamenntun skv. ISCED sem er alþjóðleg flokkun. 

Tíðni

Á fjögurra ára fresti eru birt gögn um líðan grunnskólanemenda og á þriggja ára fresti eru birt gögn um menntunarstig íbúa. 

Svæði

Borin eru saman gögn af miðsvæði og Íslandi.

Ábyrgð

Verkefnisstjóri ber ábyrgð á að afla gagna og birta þau í samræmi við birtingaráætlun.

Heimildir

Gögn eru sótt til Hagstofu Íslands og í niðurstöður HSBC könnunar á líðan grunnskólanemenda sem framkvæmd er af Háskólanum á Akureyri.