1.7 Samgöngur

1.7 Samgöngur

  • Samgöngur á landi
  • Samgöngur á lofti
  • Samgöngur á sjó
  • Fjöldi bíla við Kröflu og Þeistareyki
  • Um vísi

Samgöngur á landi

1.7 a. Meðal umferð á dag á völdum leiðum á miðsvæði

Á myndinni má sjá þróun meðalumferðar á dag á tímabilinu frá 2011-2020. 
Umferð jókst á öllum mælipunktum frá árinu 2012. Árið 2017 fór að draga saman á nokkrum mælipunktum.

Nýir fastir mælistaðir bættust við árið 2013 á Fljótsheiði og Dettifossvegi.

Frumgögn og úrvinnsla

Samgöngur á lofti

1.7 b. Samgöngur á lofti

Áætlunarflug til Húsavíkur lá niðri til ársins 2012 þegar Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug þangað.

Myndir sýnir hlutfall farþega af heildarfarþegafjölda á flugvöllum á vestur-, mið- og austursvæði. Hlutdeild vallanna fjögurra í heildarfarþegafjölda í innanlandsflugi hefur á tímabilinu aukist úr 26,8% í 30,12%.

Frumgögn og úrvinnsla

 

Samgöngur á sjó

1.7 c. Samgöngur á sjó, flutninga- og skemmtiferðaskip

Fylgst er með fjölda farþega- og flutningaskipa sem koma til Húsavíkurhafnar. 

Til gamans má geta að farþegar voru 4.810 (7.337) og áhafnarmeðlimir voru 2.969 (3.815) á árinu 2019.  Tölur inni í sviga eru frá árinu 2018.

Fjöldi bíla við Kröflu og Þeistareyki

1.7 d. Umferð við Kröflu og Þeistareyki

Myndin sýnir fjölda bíla við Kröflu og Þeistareyki. 

Mælingar á fjölda bíla við Kröflu hófust þann 10. júní 2016 en þann 23. júní við Þeistareyki.

Um vísi

Mikilvægt er að fylgjast með umferð á landi, lofti og sjó á uppbyggingartíma sem og að honum loknum. Með auknum umsvifum í ferðaþjónustu má reikna með auknum umferðarþunga á ákveðnum leiðum. Þá má einnig gera ráð fyrir fjölgun flugfarþega og aukinni umferð á vegum á uppbyggingartíma. 

Á hverju ári heimsækir fjöldi gesta virkjanasvæði á Íslandi og nærliggjandi staði. Áhugavert er að fylgjast með þróun umferðar á virkjanasvæðum með tilkomu nýrrar Þeistareykjavirkjunar.

Í vísinum eru birtar upplýsingar um fjölda farþega í flugi á Akureyri, Húsavík og Þórshöfn, um fjölda skemmti- og farþegaskipa í Húsavíkurhöfn og umferðarþunga á völdum leiðum. Leiðirnar eru Víkurskarð, Fljótsheiði, Mývatnsheiði, Norðausturvegur (meðaltal/sólarhringsumferð/sumar/vetur) og Dettifossvegur.

Tíðni

Árlega eru birt gögn sem sýna farþegarfjölda, fjölda skipakoma og umferðarþunga.

Flugupplýsingar eru birtar í apríl, fjöldi skipakoma í janúar og upplýsingar um umferðarþunga eru birtar í mars fyrir árið áður.

Svæði

Miðsvæði - flug - skip - umferð (Fljótsheiði - Mývatnsheiði - Tjörnes - Norðausturvegur sunnan Húsavíkur)

Austursvæði - flug

Vestursvæði - flug - umferð (Víkurskarð/Vaðlaheiðargöng)

Ábyrgð

Verkefnisstjóri ber ábyrgð á að afla gagna og birta þau í samræmi við birtingaráætlun.

Heimildir

Gögn eru sótt til Vegagerðarinnar, Isavia, Norðurþings og Landsvirkjunar.