2.1 Andrúmsloft

2.1 Andrúmsloft

 • Losun mengandi efna
 • Loftgæði
 • Um vísi

Losun mengandi efna

Starfsemi Þeistareykjavirkjunar og PCC Bakki Silicon er nýlega hafin. 
Gögn um losun mengandi efna verða birt þegar mælingar hafa staðið yfir í að minnsta kosti 6 mánuði frá því að starfsemi hófst.

Loftgæði

Starfsemi Þeistareykjavirkjunar og PCC Bakki Silicon er nýlega hafin. 
Gögn um loftgæði verða birt þegar mælingar hafa staðið yfir í að minnsta kosti 6 mánuði frá því að starfsemi hófst.

Um vísi

Aukinn iðnaður og vaxandi umferð á landi og sjó leiða til aukinnar losunar mengandi efna út í andrúmsloftið. Losun mengandi efna hefur áhrif á lífsgæði fólks og því er mikilvægt að fylgjast með losun þeirra frá virkjun og framleiðslufyrirtækjum í iðnaði og að miðla upplýsingum til almennings um loftgæði.

Í vísinum verða birtar upplýsingar um losun gróðurhúsalofttegunda í tonnum:

 • PCC Bakki Silicon - losun koldíoxíðs (CO2)
 • Þeistareykjir - losun koldíoxíðs (CO2) og metans (CH4) ásamt losun CO2 ígilda í tonnum talið (CH4 umreiknað í CO2)
 • Krafla - losun koldíoxíðs (CO2) og metans (CH4) ásamt losun CO2 ígilda í tonnum talið (CH4 umreiknað í CO2)
 • Bjarnarflag - losun koldíoxíðs (CO2) og metans (CH4) ásamt losun CO2 ígilda í tonnum talið (CH4 umreiknað í CO2)

Einnig verða birtar upplýsingar um losun efna sem valda staðbundinni loftmengun:

 • PCC Bakki Silicon - losun SO2, NO2, PM10, PAH og BaP í tonnum
 • Þeistareykir - losun H2S í tonnum
 • Krafla - - losun H2S í tonnum
 • Bjarnarflag - - losun H2S í tonnum

Fylgst verður með loftgæðum á Húsavík, í Reykjahlíð í Vogum og Eyvindarholti og birtar upplýsingar um fjölda daga þar sem styrkur tiltekinna efna er innan viðmiðunarmarka.

 • Reykjahlíð - brennisteinsvetni (H2S) - µg/m3
 • Vogar - brennisteinsvetni (H2S) - µg/m3
 • Eyvindarholt - brennisteinsvetni (H2S) - µg/m3
 • Húsavík - brennisteinsvetni (H2S) - µg/m3, brennisteinsdíoxíð (SO2)- µg/m3, köfnunarefnisdíoxíð - µg/m3, PM10 svifryk- µg/m3, PM2,5 svifryk- µg/m3, PAH (PAH heildarsumma ásamt B(a)P)- µg/m3

Viðmið um heilsuverndarmörk eru fengin úr reglugerð um brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu og upplýsingar til almennings nr. 251/2002, reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 251/2002 um brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu og upplýsingar til almennings nr. 245/2014 og reglugerð um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti nr. 514/2010.

Tíðni

Árlega verða birt gögn sem sýna upplýsingar um losun mengandi efna og loftgæði.

Svæði

Miðsvæði: Húsavík, Þeistareykir og Mývatnssveit.

Ábyrgð

Verkefnisstjóri ber ábyrgð á að afla gagna og birta þau í samræmi við birtingaráætlun.

Heimildir

Gögn verða sótt til Landsvirkjunar, PCC Bakki Silicon og Umhverfisstofnunar.