2.1 Andrúmsloft

2.1 Andrúmsloft

 • Losun mengandi efna
 • Loftgæði
 • Um vísi

Losun mengandi efna

Starfsemi Þeistareykjavirkjunar og PCC Bakki Silicon er nýlega hafin. 
Gögn um losun mengandi efna verða birt þegar mælingar hafa staðið yfir í að minnsta kosti 6 mánuði frá því að starfsemi hófst.

Loftgæði

Starfsemi Þeistareykjavirkjunar og PCC Bakki Silicon er nýlega hafin. 
Gögn um loftgæði verða birt þegar mælingar hafa staðið yfir í að minnsta kosti 6 mánuði frá því að starfsemi hófst.

Loftgæði

2.1 i. Fjöldi daga undir viðmiðunarmörkum, brennisteinsdíoxíð (SO2

Myndin sýnir fjölda daga þar sem styrkur SO2 er undir viðmiðunarmörkum. Mælingar frá árinu 2016 ná einungis til desember mánuðar. Árin 2017 og 2018 fór styrkur SO2 aldrei yfir viðmiðunarmörk sem eru 350 µg/m3 fyrir stundargildi og 125 µg/m3 fyrir daggildi. 

Loftgæði

2.1 j. Styrkur brennisteinsdíoxíðs (SO2) meðaltal mánaðar, daggildi og stundagildi

Myndin sýnir bakgrunnsmælingar loftgæða á Bakka frá desember 2016-desember 2017 ásamt mælingum á starfstíma kísilmálmverksmiðju PCC BakkiSilicon. 

Mælingarnar mæla styrk brennisteinsdíoxíðs (SO2) í µg/m3

Loftgæða mælingarnar eru úr Stöð 1 - Suður - sem staðsett er rétt norðan við nyrsta hluta byggðarinnar á Húsavík á Húsavíkurhöfða. 

 

Loftgæði

2.1 k. Styrkur brennisteinsdíoxíðs (SO2) meðaltal mánaðar, daggildi og stundagildi

Myndin sýnir bakgrunnsmælingar loftgæða á Bakka frá desember 2016-desember 2017 ásamt mælingum á starfstíma kísilmálmverksmiðju PCC BakkiSilicon. 

Mælingarnar mæla styrk brennisteinsdíoxíðs (SO2) í µg/m3

Loftgæða mælingarnar eru úr Stöð 2 - Norður - sem staðsett er nyrst á skilgreindu iðnaðarsvæði á Bakka, á sveitarfélagamörkum Norðurþings og Tjörneshrepps. 

Loftgæði

2.1 k. Styrkur PM10 - Stöð 1 - suður

Myndin sýnir bakgrunnsmælingar loftgæða á Bakka frá desember 2016-nóvember 2017 ásamt mælingum á starfstíma kísilmálmverksmiðju PCC BakkiSilicon. 

Mælingarnar sýna styrk PM10 í µg/m3

Loftgæða mælingarnar eru úr Stöð 1 - Suður - sem staðsett er rétt norðan við nyrsta hluta byggðarinnar á Húsavík á Húsavíkurhöfða. 

Mælingar á hæsta dagsgildi og hæsta stundargildi ná aftur til janúar 2018 en meðaltal mánaða aftur til desember 2016.

2.1 m. Styrkur PM10 - Stöð 2 - norður

Um vísi

Aukinn iðnaður og vaxandi umferð á landi og sjó leiða til aukinnar losunar mengandi efna út í andrúmsloftið. Losun mengandi efna hefur áhrif á lífsgæði fólks og því er mikilvægt að fylgjast með losun þeirra frá virkjun og framleiðslufyrirtækjum í iðnaði og að miðla upplýsingum til almennings um loftgæði.

Í vísinum verða birtar upplýsingar um losun gróðurhúsalofttegunda í tonnum:

 • PCC Bakki Silicon - losun koldíoxíðs (CO2)
 • Þeistareykjir - losun koldíoxíðs (CO2) og metans (CH4) ásamt losun CO2 ígilda í tonnum talið (CH4 umreiknað í CO2)
 • Krafla - losun koldíoxíðs (CO2) og metans (CH4) ásamt losun CO2 ígilda í tonnum talið (CH4 umreiknað í CO2)
 • Bjarnarflag - losun koldíoxíðs (CO2) og metans (CH4) ásamt losun CO2 ígilda í tonnum talið (CH4 umreiknað í CO2)

Einnig verða birtar upplýsingar um losun efna sem valda staðbundinni loftmengun:

 • PCC Bakki Silicon - losun SO2, NO2, PM10, PAH og BaP í tonnum
 • Þeistareykir - losun H2S í tonnum
 • Krafla - - losun H2S í tonnum
 • Bjarnarflag - - losun H2S í tonnum

Fylgst verður með loftgæðum á Húsavík, í Reykjahlíð í Vogum og Eyvindarholti og birtar upplýsingar um fjölda daga þar sem styrkur tiltekinna efna er innan viðmiðunarmarka.

 • Reykjahlíð - brennisteinsvetni (H2S) - µg/m3
 • Vogar - brennisteinsvetni (H2S) - µg/m3
 • Eyvindarholt - brennisteinsvetni (H2S) - µg/m3
 • Húsavík - brennisteinsvetni (H2S) - µg/m3, brennisteinsdíoxíð (SO2)- µg/m3, köfnunarefnisdíoxíð - µg/m3, PM10 svifryk- µg/m3, PM2,5 svifryk- µg/m3, PAH (PAH heildarsumma ásamt B(a)P)- µg/m3

Viðmið um heilsuverndarmörk eru fengin úr reglugerð um brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu og upplýsingar til almennings nr. 251/2002, reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 251/2002 um brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu og upplýsingar til almennings nr. 245/2014 og reglugerð um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti nr. 514/2010.

Tíðni

Árlega verða birt gögn sem sýna upplýsingar um losun mengandi efna og loftgæði.

Svæði

Miðsvæði: Húsavík, Þeistareykir og Mývatnssveit.

Ábyrgð

Verkefnisstjóri ber ábyrgð á að afla gagna og birta þau í samræmi við birtingaráætlun.

Heimildir

Gögn verða sótt til Landsvirkjunar, PCC Bakki Silicon og Umhverfisstofnunar.