-
Þróun landnýtingar
-
Um vísi
Í landsskipulagsstefnu 2015-2026 er lagt til grundvallar að skipulag byggðar og landnotkun stuðli að sjálfbærri þróun, sé sveigjanlegt, stuðli að seiglu gagnvart samfélags- og umhverfisbreytingum og lífsgæðum fólks og styðji við samkeppnishæfni landsins og einstakra landshluta. Mikilvægt er að þróun landnýtingar sé í samræmi við opinbera stefnu stjórnvalda.
Í vísinum verða birtar upplýsingar um breytingar á notkun lands samkvæmt upplýsingum úr CORINE landflokkunarkerfinu þ.e. flokkar lands - aukning, minnkun og breyting.
CORINE landflokkunarkerfið var uppfært síðast árið 2012. Gert er ráð fyrir uppfærslu á sex ára fresti þannig að næsta uppfærsla er áformuð á árinu 2018. Töluverðan tíma tekur að vinna uppfærsluna og því er nýrra gagna ekki að vænta á árinu.
Á 6 ára fresti verða birtar uppfærðar upplýsingar úr CORINE landlflokkunarkerfinu.
Borin verða saman gögn af miðsvæði.
Verkefnisstjóri ber ábyrgð á að afla gagna og birta þau í samræmi við birtingaráætlun.
Gögn verða sótt til Landmælinga Íslands.