2.6 Lífríki

2.6 Lífríki

 • Gróður
 • Fuglalíf
 • Mýflugur og grænþörungar í og við Mývatn
 • Um vísi

Gróður

Unnið er að framsetningu upplýsinga um gróður. Upplýsingar eru væntanlegar í nóvember.

Fuglalíf

Þéttleiki mófugla

Vetrarfuglatalningar

Vatnafuglar á og við Mývatn og á öðrum votlendissvæðum í Þingeyjarsýslum

Náttúrustofa Norðausturlands sér um vatnafuglatalningar að vori á votlendissvæðum utan Mývatns í Þingeyjarsýslum. Talningastaðir eru eftirfarandi: 

 • Vestmannsvatn, Mýlaugsstaðavatn, Múlavatn (Aðaldalur), 
 • Sýrnesvatn (Aðaldalur), 
 • Eyvindarlækur (Aðaldalur), 
 • Hólkotstjörn (Reykjadalur), 
 • Fagranestún (Aðaldalur), 
 • Tjarnir á milli Hólkotstjarnar og Hamra (Reykjadalur), 
 • Hamratjörn (Reykjadalur), 
 • Miklavatn (Aðaldalur), 
 • Sandur (Aðaldalur), 
 • Sílalækur (Aðaldalur), 
 • Bæjartjörn (Ljósavatnsskarð), 
 • Leirtjörn (Ljósavatnsskarð), 
 • Kerlingartjörn (Ljósavatnsskarð), 
 • Laugar (Reykjadalur).

Á Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn hefur lengi verið fylgst með fuglalífi og því eru til gögn og upplýsingar allt aftur til 7. og 8. áratugarins. 

Frekari gögn um fugla eru væntanleg í byrjun desember. 

Fuglalíf

Fuglalíf

Fuglalíf

Fuglalíf

Fuglalíf

Fuglalíf

Fuglalíf

Fuglalíf

Fuglalíf

Mýflugur og grænþörungar í og við Mývatn

Náttúrurrannsóknastöðin við Mývatn fylgist með mýflugum og grænþörungum í og við Mývatn. Beðið er eftir að úrvinnslu þeirra ljúki.

Um vísi

Gerð hefur verið úttekt á gróðri við Bjarnarflag, Kröflu og Þeistareyki. Mikilvægt er að fylgjast með þróun gróðurs, það er hvort þekja tegunda í gróðurreitum breytist á starfstíma virkjana og hvort sjaldgæfar háhitaplöntur þrífast áfram.

Fylgjast þarf með fuglalífi vegna framkvæmda við jarðhitavirkjanir og iðnaðarframleiðslu.

Mýflugur gegna mikilvægu hlutverki sem fæða fyrir önnur skordýr, fiska og fugla. 

Í vísinum verða birtar upplýsingar um eftirfarandi:

 • Bjarnarflag - útbreiðsla sjaldgæfra háhitaplantna
 • Þekja gróðurtegunda í reitum
 • Uppsöfnun þungmálma í plöntum
 • Þéttaleiki mófugla á völdum talningarstöðum
 • Niðurstöður vetrarfuglatalningar - fjöldi fugla á km strandar
 • Fjöldi vatnafugla á og við Mývatn og á öðrum votlendissvæðum í Þingeyjarsýslu - stofnvísitölur og ungaframleiðsla
 • Ástand mýflugustofna Mývatns og Laxár (fjöldi algengustu tegunda)
 • Breytingar á útbreiðslu kúluskíts

Tíðni

Upplýsingum um gróður verður safnað á fimm ára fresti við virkjanirnar á Þeistareykjum, Kröflu og í Bjarnarflagi. Upplýsingar um fugla verða birtar árlega ásamt upplýsingum um ástand mýflugustofna og breytingar á útbreiðslu kúluskíts. 

Svæði

Miðsvæði: Þeistareykir, Krafla, Bjarnarflag, strandlengja frá ósi Skjálfandafljóts að eystri mörkum Tjörneshrepps að Lónum, Mývatn.

Ábyrgð

Verkefnisstjóri ber ábyrgð á að afla gagna og birta þau í samræmi við birtingaráætlun.

Heimildir

Gögn verða sótt til Náttúrustofu Norðausturlands og Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn (RAMÝ).