2.7 Neyslu- og framleiðslumynstur

2.7 Neyslu- og framleiðslumynstur

  • Meðferð úrgangs og förgun
  • Meðferð skólps
  • Svæðisbundin staða bílaflota
  • Um vísi

Meðferð úrgangs og förgun

Árið 2015 var samþykkt Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026.

Svæðisáætlunin gildir fyrir öll sveitarfélögin á vöktunarsvæði Sjálfbærniverkefnisins. Fram til ársins 2014 stóðu sveitarfélögin Norðurþing, Skútustaðahreppur, Þingeyjarsveit og Tjörneshreppur sameiginlega að Sorpsamlagi Þingeyinga ehf. Sorpsamlagið bar ábyrgð á og skipulagði sorphirðu á svæðinu í samstarfi við m.a. Gámaþjónustu Norðurlands. Á árunum 2006-2013 var starfrækt sorpbrennsla á Húsavík. Sorpsamlagið rak jafnframt flokkunar- og böggunarstöð fyrir heimilis- og rekstrarúrgang ásamt móttöku spilliefna. Eftir að brennslu var hætt í mars 2013 var almennum heimilis- og rekstrarúrgangi ekið til urðunar í Stekkjarvík við Blönduós. Endurvinnsluefni og spilliefni var sent til Akureyrar til frekari flokkunar. Við árslok 2014 var samstarfi sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum um sorpmál slitið og umsjón með sorpmálum færðist í reynd til einstakra sveitarfélaga á svæðinu. (Sjá nánar í Svæðisáætlun).

Vegna þess hvernig sorpmálum var háttað og að breytingar urðu á samstarfi sveitarfélaganna á þeim tíma sem vöktunin nær til hefur reynst erfitt að fá tölulegar upplýsingar um sorp og feril þess. Hér fyrir neðan má sjá þær upplýsingar sem þegar hefur tekist að afla.

 2.7 a. Magn sorps

 

Upplýsingar vantar fyrir árið 2014 og 2015.

Þessar tölur eiga við um Húsavík og Reykjahverfi.

Sorp pr. íbúa

2.7 b. Magn sorps á íbúa

Myndin sýnir magn sorps að meðaltali á íbúa eftir flokkum á Húsavík og í Reykjahverfi. Nýtt fyrirkomulag sorphirðu tók gildi á árinu 2015.

Meðferð skólps

2.7 c. Meðferð skólps

Heilbrigðisnefndir sjá skv. reglugerð nr. 789/1999 um fráveitur og skólp ásamt því að fara með eftirlit með fráveitum. 

 

 

Taflan hér að neðan sýnir staðsetningar sýnatökustaða og magn saurkólígerla í 100 ml. Sýnataka fór fram árið 2014. 

Umhverfismörk

*Saurgerlar mega í 10% tilvika fara upp í 43 gerla pr. 100 ml. (43/100 ml)

 

 

Svæðisbundin staða bílaflota

2.7 d. Meðal útblástursgildi bifreiða (CO2)

Útblástursgildi bifreiða er gefið upp í CO2. Í ökutækjaskrá er umtalsverður fjöldi bifreiða þar sem útblástursgildi er ekki skráð. Þetta á við um bifreiðar eldri en frá árinu 2001. 

Á árinu 2017 voru 1722 bifreiðar af 3691 með uppgefið útblástursgildi á miðsvæði eða 47% bifreiða.

Á árinu 2018 voru 1701 bifreið af 3796 með uppgefið útblástursgildi á miðsvæði eða 48% bifreiða. 

Á árinu 2019 voru 2057 bifreiðar af 4006 með uppgefið útblástursgildi á miðsvæði eða 51% bifreiða.

Á árinu 2020 voru 2175 bifreiðar af 4081 með uppgefið útblástursgildi á miðsvæði eða 53% bifreiða. 

Frumgögn og úrvinnsla

 

2.7 e. Eyðslugildi - Svæðisbundin staða bílaflota

2.7 e. Eyðslugildi (l/100 km) 

Eyðslugildi bifreiða er sýnt í l/100 km í blönduðum akstri. 

Árið 2017 voru tilltölulega fáar bifreiðar eru skráðar með eyðslugildi í ökutækjaskrá eða einungis 357 bifreiðar af 3691 á miðsvæði. Árið 2018 voru þær orðnar 1745 af 3796 og árið 2019 1922 af 4006.

 Á árinu 2020 voru 2009 af 4081 bifreið skráðar með eyðslugildi

2.7 f. Orkugjafi bifreiða á Miðsvæði - Svæðisbundin staða bílaflota

2.7 f. Orkugjafi bifreiða 

Um vísi

Mikilvægt er að meðhöndlun úrgangs valdi sem minnstum óæskilegum umhverfisáhrifum.

Vistkerfi sjávar við strendur Íslands er einstakt og fjölbreytt. Fráveita frá íbúabyggð og fyrirtækjum getur haft áhrif á dýralíf sjávar og því er mikilvægt að meðferð skólps sé með þeim hætti að umhverfisáhrif af fráveitukerfi verði sem minnst.

Áhugavert er að fylgjast með þróun bílaflota og hvort hann fylgir þróun á landsvísu varðandi það að bílum sem ganga fyrir jarðefniseldsneyti fækki hlutfallslega. Þá er einnig áhugavert að fylgjast með hvort eyðsla og útblástursgildi fari lækkandi.

Í vísinum eru birtar upplýsingar um magn sorps og ferill þess, heildarmagn úrgangs pr. íbúa (í tilteknum flokkum, sbr. endurvinnsla, eyðing (urðun eða brennsla) og lífrænt).

Þá eru birtar upplýsingar um saurmengun yfirborðsvatns vegna holræsaútrása, fjöldi hitaþolinna kólíbaktería, saurkólígerla eða saurkokka sem skal í 90% tilfella vera undir 1000 pr. 100 ml við að lágmarki 10 sýni. Þar sem matvælaiðnaður er í námunda skal gerla- og kokkafjöldinn vera undir 100 pr. 100 ml við að lágmarki 10 sýni. Ásamt því að upplýsingar um fjölda bifreiða, aldur bifreiða, eyðslu, eldsneytisgjafa og útblástursgildi eru birtar.

Tíðni

Árlega.

Svæði

Miðsvæði.

Ábyrgð

Verkefnisstjóri ber ábyrgð á að afla gagna og birta þau í samræmi við birtingaráætlun.

Heimildir

Gögn eru sótt til sveitarfélaga á miðsvæði, Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, Umhverfisstofnunar og Samgöngustofu.