1.5 Heilsa og félagslegstaða

1.5 Heilsa og félagsleg staða

  • Fjöldi örorkulífeyrisþega
  • Hamingja íbúa
  • Kosningaþátttaka íbúa
  • Lýðheilsuvísar Landlæknisembættisins
  • Um vísi

Fjöldi örorkulífeyrisþega

1.5 a. Hlutfall örorkulífeyrisþega samanborið við Ísland

Á myndinni má sjá samanburð á hlutfalli örorkulífeyrisþega á landinu öllu og Miðsvæði. 

 

Frumgögn eru með þeim hætti að ekki er unnt að birta þau og úrvinnslu þeirra vegna þess um hve fámennan hóp er að ræða í einstökum sveitarfélögum á miðsvæði. 

 

Heimild: Tryggingastofnun ríkisins

Um er að ræða sérvinnslu gagna fyrir Gaum.

Fjöldi örorkulífeyrisþega: 1.5 b. Aldursdreifing

1.5 b. Aldursdreifing

Frumgögn eru með þeim hætti að ekki er unnt að birta þau vegna þess um hve fámennan hóp er að ræða í einstökum sveitarfélögum á Miðsvæði. 

 

Heimild: Tryggingastofnun ríkisins

Um er að ræða sérvinnslu gagna fyrir Gaum.

Fjöldi örorkulífeyrisþega: 1.5 c. Kynjahlutfall

1.5 c. Kynjahlutfall

Frumgögn eru með þeim hætti að ekki er unnt að birta þau vegna þess um hve fámennan hóp er að ræða í einstökum sveitarfélögum á Miðsvæði. 

 

Heimild: Tryggingastofnun ríkisins

Um er að ræða sérvinnslu gagna fyrir Gaum.

Hamingja íbúa

1.5 d. Meðalhamingju íbúa á miðsvæði og landinu öllu

Meðal hamingja fullorðinna
       
Ár   Meðal hamingja +/- 95% vikmörk
2012 Aðrir landshlutar 7,81 0,042
  Hluti N-austurlands 7,68 0,252
  Landið allt 7,81 0,042
2017 Aðrir landshlutar 7,90 0,041
  Hluti N-austurlands 7,83 0,292
  Landið allt 7,90 0,040

 

Hlutfall fullorðinna sem metur hamingju sína á bilinu 8-10
       
Ár   Hlutfall (%) +/- 95% vikmörk
2012 Aðrir landshlutar 66,7% 1,2%
  Hluti N-austurlands 62,9% 8,5%
  Landið allt 66,6% 1,2%
2017 Aðrir landshlutar 67,3% 1,1%
  Hluti N-austurlands 66,4% 8,4%
  Landið allt 67,3% 1,1%
       
Hvorugt árið er tölfræðilega marktækur munur á hlutfalli þeirra sem meta hamingju sína á bilinu 8-10 á skilgreindu svæði N-austurlands miðað við landið allt.

Kosningaþátttaka íbúa

1.5 e. Kosningaþátttaka íbúa í forsetakosningum

Hér má sjá upplýsingar um kosningaþátttöku íbúa á Miðsvæði í samanburði við landið allt, Austursvæði og Vestursvæði. Þess ber þó að geta að í þeim tölum og gögnum sem hér eru birt er Norðurþing allt talið til Miðsvæðis. 

Hér má sjá kosningaþátttöku í forsetakosningum árin 2012, 2016 og 2020. 

Árið 2012 buðu fimm einstaklings sig fram gegn sitjandi forseta Ólafi Ragnari Grímssyni sem þá gaf kost á sér í fimmta sinn. Árið 2016 voru níu manns í framboði til embættis forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson hlaut flest atkvæði eða 39,08%. Kosningaþátttaka var mun meiri 2016 en 2012 og skýrist það væntanlega af því að þá var verið að kjósa nýjan forseta þar sem Ólafur Ragnar Grímsson gaf ekki kost á sér áfram. Árið 2020 voru tveir frambjóðendur í kjöri, Guðmundur Franklín Jónsson bauð sig fram gegn sitjandi forseta. 

Frumgögn og úrvinnsla

 

Heimild: Hagstofa Íslands

Kosningaþátttaka íbúa: 1.5 f. Kynjahlutföll kjósenda í forsetakosningum

1.5 f. Kynjahlutföll kjósenda í forsetakosningum

Myndin sýnir kosningaþátttöku kynjanna í forsetakosningum árin 2012, 2016 og 2020 á landinu öllu, Vestursvæði, Miðsvæði og Austursvæði. 
Kosningaþátttaka var meiri hjá báðum kynjum í kosningunum 2016 en 2012 en dró aftur úr kosningaþátttöku í kosningum árið 2020. Þá er kosningaþátttaka karla almennt minni en kosningaþátttaka kvenna. 

Frumgögn og úrvinnsla

 

Heimild: Hagstofa Íslands

Kosningaþátttaka íbúa: 1.5 g. Kosningaþáttaka í Alþingiskosningum

1.5 g. Kosningaþáttaka í Alþingiskosningum

Kosningaþátttaka í Alþingiskosningum árin 2013, 2016, 2017 og 2021.

Frumgögn og úrvinnsla 

 

Heimild: Hagstofa Íslands

Kosningaþátttaka íbúa: 1.5 h. Kynjahlutfall kjósenda í Alþingiskosningum

1.5 h. Kynjahlutfall kjósenda í Alþingiskosningum

Myndin sýnir kynjahlutfall kjósenda í Alþingiskosningum árin 2013, 2016 og 2017.

Frumgögn og úrvinnsla

 

Heimild: Hagstofa Íslands

Kosningaþátttaka íbúa: 1.5 i. Kosningaþátttaka í sveitarstjórnarkosningum

1.5 i. Kosningaþátttaka í sveitarstjórnarkosningum

Hér má sjá kosningaþátttöku í sveitarstjórnarkosningum árin 2010, 2014, 2018 og 2022.

Frumgögn og úrvinnsla

 

Heimild: Hagstofa Íslands

Kosningaþátttaka íbúa: 1.5 j. Kynjahlutfall kjósenda í sveitarstjórnarkosningum

1.5 j. Kynjahlutfall kjósenda í sveitarstjórnarkosningum

Myndin sýnir kynjahlutfall kjósenda í sveitarstjórnarkosningum árin 2010, 2014, 2018 og 2022. Kosningaþátttaka kynjanna er nokkuð jöfn eftir svæðum en mestur munur virðist vera á kynjunum á miðsvæði eða 2-6% prósentustig. Þá er áberandi hver mikið kosningaþátttaka jókst á austursvæði í kosningunum árið 2014. Helsta skýringin er líklegast sú að 2010 var persónukjör í Langanesbyggð en 2014 voru settir fram listar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Ekki fengust gögn um kosningaþátttöku eftir kynjum frá Austursvæði vegna kosninga árið 2022. 

 

Heimild: Hagstofa Íslands

Lýðheilsuvísar Landlæknisembættisins

1.5 k. Lýðheilsuvísar Landlæknisembættisins

Landlæknisembættið birtir lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi. 

Lýðheilsuvísar eru mælikvarðar sem gefa vísbendingar um heilsu og líðan þjóðarinnar. Vísarnir auðvelda sveitarfélögum og heilbrigðisþjónustu að vinna að bættri heilsu og líðan íbúa. Vísarnir sem notaðir eru til að mæla heilsu og líðan Íslendinga voru valdir með það í huga að þeir fælu í sér tækifæri til heilsueflingar og forvarna.
Hér verða birtir nokkrir þeirra þar sem tölur fyrir Norðurland eru marktækt frábrugðnar tölum fyrir landið í heild. Miðað er við 95% öryggismörk (p<0,05) og aldursstöðlun sem miðast við meðalmannfjöldann á Íslandi árið 2014. Sama staðalþýðið er notað fyrir öll heilbrigðisumdæmi, konur og karla. Tíðni sem stöðluð hefur verið á þennan hátt er túlkuð sem sú tíðni sem fengist hefði ef aldursdreifing hvers heilbrigðisumdæmis væri sú sama og í staðalþýðinu (meðalmannfjöldinn á Íslandi árið 2014).

2023

  • Færri búa í leiguhúsnæði
  • Færri fullorðnir sem hafa orðið fyrir mismunun
  • Hamingja fullorðinna er minni
  • Fleiri fullorðnir sem meta líkamlega heilsu sæmilega/lélega
  • Þynglyndislyfjanotkun meiri
  • Líkamsþyngdarstuðull >30, fullorðnir
  • Sýklalyfjaávísanir barna <5 ára undir landsmeðaltali
  • Inflúensubólusetningar >60 ára meiri 
  • Skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini meiri
  • Fleiri fullorðnir sem nota blóðsykurlækkandi lyf

2022

  • Kvíðaeinkenni barna í 7. bekk undir landsmeðaltali
  • Gosdrykkja fullorðinna undir landsmeðaltali
  • Ölvunardrykkja framhaldskólanem undir landsmeðaltali
  • Hlutfall framhaldsskólanema sem aldrei hefur notað ólögleg vímuefni yfir landsmeðaltali
  • Fleiri fullorðnir meta líkamlega heilsu sæmilega eða lélega
  • Þunglyndislyfjanotkun meiri 
  • Sýklalyfjaávísanir barna <5 ára undir landsmeðaltali
  • Fleiri leggjast inn á sjúkrahús vegna langvinnrar lungnateppu.

2021

  • Fleiri börn í 10. bekk hreyfa sig í samræmi við ráðleggingar
  • Gosdrykkjaneyslu framhaldsskólanema undir landsmeðaltali
  • Liðskiptaaðgerðir á hné yfir landsmeðaltali
  • Hlutfall öryrkja yfir landsmeðaltali
  • Hamingja fullorðinna undir landsmeðaltali
  • Andleg heilsa framhaldsskólanema undir landsmeðaltali
  • Sýklalyfjaávísanir barna <5 ára undir landsmeðaltali

2020

  • Gosdrykkjaneysla fullorðinna er undir landsmeðaltali
  • Áhættudrykkja fullorðinna er undir landsmeðaltali
  • Þunlyndislyfjanotkun er marktækt meiri en landsmeðaltal
  • Sýklalyfjaávísanir barna <5 ára undir landsmeðaltali
  • Þátttaka í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini yfir landsmeðaltali
  • Fylltar fullorðinstennur, 13 ára, er yfir landsmeðaltali
  • Sérfræðingsheimsóknir eru undir landsmeðaltali

2019

  • Fleiri fullorðnir nota virkan ferðamáta
  • Sýklalyfjaávísanir barna <5 ára undir landsmeðaltali
  • Þátttaka í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini yfir landsmeðaltali
  • Hlutfallslega flestir framhaldsskólanema meta andlega heilsu slæma
  • Hlutfall aldraðra yfir landsmeðaltali
  • Hlutfall öryrkja yfir landsmeðaltali

2018

  • Áhættudrykkja fullorðinna undir landsmeðaltali
  • Sýklalyfjaávísanir barna < 5 ára fæstar
  • Liðskiptaaðgerðir á mjöðm flestar
  • Hlutfall þeirra sem eiga erfitt með að ná endum saman yfir landsmeðaltali
  • Flestir sem meta líkamlega heilsu slæma
  • Flestir á biðlista eftir hjúkrunarrými á landinu

2017

  • Notkun þunglyndislyfja er yfir landsmeðaltali.
  • Notkun blóðfitulækkandi lyfja er yfir landsmeðaltali.
  • Sýklalyfjaávísanir <5 ára eru undir landsmeðaltali.
  • Tóbaksnotkun í vör meðal framhaldsskólanema er undir landsmeðaltali.
  • Reykingar fullorðinna eru undir landsmeðaltali.
  • Hamingja fullorðinna er lægst miðað við önnur heilbrigðisumdæmi og landsmeðaltal.
  • Gosdrykkjaneysla framhaldskólanema og fullorðinna er undir landsmeðaltali. 

2016

  • Lægri tíðni ölvunardrykkju fullorðinna.
  • Hlutfallslega færri framhaldsskólanemar drekka gosdrykki daglega.
  • Tíðni sýklalyfjanotkunar meðal barna undir 5 ára lægri.
  • Hlutfallslega fleiri fullorðnir meta líkamlega heilsu sína slæma.
  • Lægra hlutfall barna í 8.–10. bekk með hæstu gildi á vellíðanarkvarða.
  • Hlutfallslega fleiri fullorðnir með hæstu gildi á streitukvarða.

Heimild: Landlæknisembættið

Um vísi

Hlutfall örorkulífeyrisþega er lægra á Íslandi en gerist á Norðurlöndunum. Langflestir sem fá örorkulífeyri eru á vinnualdri og er mikilvægt að fylgjast með hvort hlutfall öryrkja á svæðinu endurspeglar stöðuna á landsvísu bæði þegar á heildina er litið en einnig þegar hópurinn er skoðaður út frá kyn- og aldurskiptingu.

Athyglisvert og gagnlegt er að fylgjast með hamingju íbúa sem ganga í gegnum umrótatíma tengdan framkvæmdum og uppbyggingu og að honum loknum og bera saman við það Ísland. Gögn verða sótt í rannsóknina Heilsa og líðan Íslendinga sem Landlæknisembættið stendur fyrir á fimm ára fresti. 

Almennt hefur kosningaþátttaka farið minnkandi á undanförnum árum. Rétturinn til að kjósa er mikilvægur í lýðræðissamfélagi. Mikilvægt er að fylgjast með þróun kosningaþátttöku á svæðinu og hvort hún er í samræmi við það sem gerist á landsvísu.

Í vísinum verða birtar upplýsingar fjölda örorkulífeyrisþega eftir aldri og hlutfall örorkulífeyrsþega af mannfjölda á aldrinum 18-66 ára, upplýsingar um hamingju íbúa ásamt og kosningaþátttöku í sveitarstjórnar-, Alþingis- og forsetakosningum.

Að auki verða birtir heilsuvísar Landlæknisembættisins þar sem frávik frá landsmeðaltali eru birt eftir heilbrigðisumdæmum. Birtir verða heilsuvísar á Norðurlandi sem víkja frá landsmeðaltali og geta þeir verið breytilegir á milli rannsókna embættisins.

Tíðni

Á 5 ára fresti er gert ráð fyrir birtingu upplýsinga um hamingju íbúa. Upplýsingar um kosningaþátttöku eru birtar að minnsta kosti á 4 ára fresti fyrir hverja tegund kosninga. Árlega verða birt gögn um fjölda örorkulífeyrisþega en gert er ráð fyrir birtingu í mars.

Svæði

Borin eru saman gögn af miðsvæði og Íslandi.

Ábyrgð

Verkefnisstjóri ber ábyrgð á að afla gagna og birta þau í samræmi við birtingaráætlun.

Heimildir

Gögn eru sótt til Tryggingastofnunar, Hagstofu Íslands og Landlæknisembættisins.