Íbúar Miðsvæðis færri en áður var talið

17.04.2024

Íbúar Miðsvæðis færri en áður var talið

Undanfarið hefur verið unnið að uppfærslu á gögnum um mannfjölda á Miðsvæði eftir að Hagstofa gaf ´ut gögn um mannfjölda þann 21. mars síðastliðinn miðað við stöðuna 1. janúar 2024. Eins og kemur fram á vef Hagstofunnar hefur stofnunin endurbætt aðferð sína við útreikninga á mannfjölda. Eldri aðferð byggði eingöngu á skráningu lögheimilis í þjóðskrá á meðan nýrri aðferð byggir á breiðari grunni gagna; skattagögnum, nemendagögnum og þjóðskrá. Niðurstaðan leiddi til þess að íbúar á landinu öllu varu 15. 245 færri en eldri aðferð gaf til kynna. Lesa má nánar um þetta hér

Í vísi 1.1 er fylgst með þróun mannfjölda. Hann hefur nú verið uppfærður að teknu tilliti til nýrrar aðferðar Hagstofunnar ef frá er talin mynd 1.1. h. b. Aðfluttir umfram brottflutta, þar sem þau gögn hafa enn sem komið er ekki verið birt á vef Hagstofunnar.

Nýtt mat Hagstofunnar breytir þeirri mynd sem við höfum haft af þróun mannfjölda á Miðsvæði á þá leið að hér eins og á landinu öllu eru og hafa íbúar verið aðeins færri en áður var talið.. 

Sem dæmi má skoða þróun mannfjölda á Húsavík frá árinu 2011-2023. 

Myndin sýnir mun á mannfjölda metnum með eldri aðferð, sem byggði á Þj´oðskrá og lögheimilisskráningum og þeirri nýrri sem byggir á lögheimilisskráningum, skattagögnum og nemendaskrá. Nýrri gögn meta mannfjöldann minni og að í stað þess að íbúar á Húsavík hafi verið komnir yfir 2.500 á árinu 2023 hafi vantað um 50 manns upp á að þeim fjölda væri náð. Mestur munurinn á mannfjöldanum milli eldri og nýrri aðferðar fyrir íbúafjöldann á Húsavík er í kjölfar þess að framkvæmdum á Þeistareykjum og Bakka er lokið. 

Það sama a´ við Miðsvæðinu öllu en þar er íbúafjöldinn minni en eldri aðferð gaf til kynna. Til að mynda var íbúafjöldi metinn 4.093 við upphaf árs 2023 en með nýrri aðferð var hann 4.041 við upphaf árs 2023. 

Myndin hér að ofan sýnir mun á mannfjölda metnum með eldir aðferð og nýrri aðferð á Miðsvæði á vöktunartíma Gaums. Líkt og á Húsavík eykst munurinn á íbúafjölda og milli eldri og nýrri aðferðar við mat mannfjöldans í kjölfar framkvæmda á Bakka og Þeistareykjum. 

Þrátt fyrir þennan mun á milli eldri og nýrri aðferðar Hagstofunnar við mat á mannfjölda þá er stóra myndin í grunninn sú sama, hvor aðferðin sem notuð er við matið, þ.e. að á svæðinu fjölgaði íbúum umtalsvert í tengslum við framkvæmdirnar á Þeistreykjum og Bakka, að þeim loknum þegar starfstími hófst fækkaði íbúum fyrst um sinn en tók svo að fjölga, COVID-19 heimsfaraldurinn hafði svo aftur áhrif á að íbúum fækkaði en undir lok faraldursins tók íbúum að fjölga á ný og fer enn fjölgandi.