2.1 Andrúmsloft

2.1 Andrúmsloft

 • Losun mengandi efna
 • Loftgæði
 • Um vísi

Losun mengandi efna

Hafin er birting á upplýsingum um losun koldíoxíðsígilda (CO2) frá jarðvarmavirkjunum Landsvirkjunar á Miðsvæði og frá PCC Bakkisilicon. Losunin er gefin upp í tonnum koldíoxíðígilda á ári. 

Losun koldíoxíðsígilda frá PCC BakkiSilicon helst beint í hendur við hráefnanotkun fyrirtækisins og framleiðslumagn kísilmálms. Áætluð árleg losun undir fullum afköstum er 120.000 t af koldíoxíði. Á árinu 2018 losaði verksmiðjan ígildi 50.402 t af koldíoxíði. Þessi lága tala útskýrist af því að fyrstu mánuði ársins hafði framleiðsla ekki hafist en ofn 1, Birta, var settur í gang 30. apríl og ofn 2, Bogi, var settur í gang 31. ágúst. Árið 2019 er fyrsta heila starfsár verksmiðjunnar. 

Losun mengandi efna: 2.1 a. Losun mengandi efna - virkjanir - gróðurhúsalofttegundir

2.1 a. Losun mengandi efna - virkjanir - gróðurhúsalofttegundir

Grafið sýnir losun gróðurúsalofttegunda frá Þeistareykja-, Kröflu- og Bjarnarflagsvirkjun á árunum 2011-2020. 

Gróðurhúsalofttegundir sem virkjanirnar losa eru koldíoxíð og metan. Magn metans er umreiknað í koldíoxíðgildi þar sem 1 kg af metani jafngildir 25 kg af koldíoxíði. 

Hér að neðan eru birt frumgögn og úrvinnsla þeirra fyrir losun mengandi efna fyrir þær myndir sem fylgja hér á eftir (2.1 a.-2.1 c.). 

Frumgögn og úrvinnsla.

Losun mengandi efna: 2.1 b. Losun mengandi efna - virkjanir - brennisteinsvetni (H2S)

2.1 b. Losun mengandi efna - virkjanir - brennisteinsvetni (H2S)

Grafið sýnir losun á brennisteinsvetni í tonnum á ári. 

Sjá frumgögn við mynd 2.1 a. 

Losun mengandi efna: 2.1 c. Losun mengandi efna - PCC BakkiSilicon - gróðurhúsalofttegundir

2.1 c. Losun mengandi efna - við Bakka - gróðurhúsalofttegundir

Myndin sýnir losun koldíoxíðígilda frá verksmiðju PCC BakkiSilicon frá árunum 2018 til 2022.

Frumgögn og úrvinnsla.

 

Loftgæði

Gögn um loftgæði vegna Þeistareykjavirkjunar eru í vinnslu hjá Landsvirkjun. 

Loftgæði: 2.1 i. Fjöldi daga undir viðmiðunarmörkum - Bakki - brennisteinsdíoxíð (SO2) 

2.1 i. Fjöldi daga undir viðmiðunarmörkum - Bakki - brennisteinsdíoxíð (SO2

Myndin sýnir fjölda daga þar sem styrkur SO2 er undir viðmiðunarmörkum. Mælingar frá árinu 2016 ná einungis til desember mánuðar. Árin 2017-2020 fór styrkur SO2 aldrei yfir viðmiðunarmörk sem eru 350 µg/m3 fyrir stundargildi og 125 µg/m3 fyrir daggildi. 

Frumgögn og úrvinnsla

Loftgæði: 2.1 j. Styrkur brennisteinsdíoxíðs (SO2) Húsavíkurhöfði: meðaltal mánaðar, daggildi og stundagildi

2.1 j. Styrkur brennisteinsdíoxíðs (SO2) Húsavíkurhöfði: meðaltal mánaðar, daggildi og stundagildi

Myndin sýnir bakgrunnsmælingar loftgæða sem framkvæmdar voru á tímabilinu desember 2016-desember 2017,  ásamt mælingum sem framkvæmdar hafa verið á starfstíma kísilmálmverksmiðju PCC BakkiSilicon. 

Mælingarnar mæla styrk brennisteinsdíoxíðs (SO2) í µg/m3

Loftgæða mælingarnar eru úr Stöð 1 - Suður - Húsavíkurhöfði - er staðsett rétt norðan við nyrsta hluta byggðarinnar á Húsavík á Húsavíkurhöfða. 

 

Loftgæði: 2.1 k. Styrkur brennisteinsdíoxíðs (SO2) Héðinsvík: meðaltal mánaðar, daggildi og stundagildi

2.1 k. Styrkur brennisteinsdíoxíðs (SO2) Héðinsvík: meðaltal mánaðar, daggildi og stundagildi

Myndin sýnir bakgrunnsmælingar loftgæða sem framkvæmdar voru á tímabilinu desember 2016-desember 2017,  ásamt mælingum sem framkvæmdar hafa verið á starfstíma kísilmálmverksmiðju PCC BakkiSilicon.

Mælingarnar mæla styrk brennisteinsdíoxíðs (SO2) í µg/m3

Loftgæða mælingarnar eru úr Stöð 2 - Norður  - Héðinsvík - sem staðsett er nyrst á skilgreindu iðnaðarsvæði á Bakka, á sveitarfélagamörkum Norðurþings og Tjörneshrepps. 

Loftgæði: 2.1 l. Fjöldi daga undir viðmiðunarmörkum - Bakki - PM10

2.1 l. Fjöldi daga undir viðmiðunarmörkum - Bakki - PM10

Myndin sýnir fjölda daga þar sem styrkur PM10 er undir viðmiðunarmörkum. Mælingar frá árinu 2016 ná einungis til desember mánuðar. Árin 2017-2020  fór styrkur PM10 aldrei yfir viðmiðunarmörk,  sem eru 50 µg/m3 fyrir fyrir daggildi, á Húsavíkurhöfða en einn dag í Héðinsvík á árunum 2018, 2019 og 2020. Á árinu 2021 fór styrkur PM10 tvisvar yfir viðmiðunarmörk á Húsvíkurhöfða. 

Loftgæði: 2.1 m. Styrkur PM10 - Húsavíkurhöfði: meðaltal mánaðar, daggildi og stundagildi

2.1 m. Styrkur PM10 - Húsavíkurhöfði: meðaltal mánaðar, daggildi og stundagildi

Myndin sýnir bakgrunnsmælingar loftgæða sem framkvæmdar voru á tímabilinu desember 2016-desember 2017,  ásamt mælingum sem framkvæmdar hafa verið á starfstíma kísilmálmverksmiðju PCC BakkiSilicon.

Mælingarnar sýna styrk PM10 í µg/m3

Loftgæða mælingarnar eru úr Stöð 1 - Suður - Húsavíkurhöfði, sem staðsett er rétt norðan við nyrsta hluta byggðarinnar á Húsavík á Húsavíkurhöfða. 

Mælingar á hæsta dagsgildi og hæsta stundargildi ná aftur til október 2016 en meðaltal mánaða aftur til desember 2016.

Loftgæði: 2.1 n. Styrkur PM10 - Héðinsvík: meðaltal mánaðar, daggildi og stundagildi

2.1 n. Styrkur PM10 - Héðinsvík: meðaltal mánaðar, daggildi og stundagildi

Myndin sýnir bakgrunnsmælingar loftgæða sem framkvæmdar voru á tímabilinu desember 2016-desember 2017,  ásamt mælingum sem framkvæmdar hafa verið á starfstíma kísilmálmverksmiðju PCC BakkiSilicon.

Mælingarnar sýna styrk PM10 í µg/m3. 

Loftgæða mælingarnar eru úr Stöð 2 - Norður - Héðinsvík, sem staðsett er rétt norðan við Bakka eða við Héðinsvík. 

Mælingar á hæsta dagsgildi og hæsta stundargildi ná aftur til október 2019 en meðaltal mánaða aftur til desember 2016.

Loftgæði: 2.1 o. Styrkur PM2,5 - Húsavíkurhöfði: meðaltal mánaðar, daggildi og stundagildi

2.1 o. Styrkur PM2,5 - Húsavíkurhöfði: meðaltal mánaðar, daggildi og stundagildi

Myndin sýnir bakgrunnsmælingar loftgæða sem framkvæmdar voru á tímabilinu desember 2016-desember 2017,  ásamt mælingum sem framkvæmdar hafa verið á starfstíma kísilmálmverksmiðju PCC BakkiSilicon.

Mælingarnar mæla styrk PM2,5 í µg/m3. 

Loftgæða mælingarnar eru úr Stöð 1 - Suður - Húsavíkurhöfði, sem staðsett er em staðsett er rétt norðan við nyrsta hluta byggðarinnar á Húsavík á Húsavíkurhöfða. 

Frá 25. september-10. nóvember 2021 var mælir fyrir PM2,5 bilaður, því vantar gildi fyrir október 2021. Notast er við gildi í september og nóvember sem til eru mælingar fyrir.

Loftgæði: 2.1 p. Styrkur PM2,5 - Héðinsvík: meðaltal mánaðar, daggildi og stundagildi

2.1 p. Styrkur PM2,5 - Héðinsvík: meðaltal mánaðar, daggildi og stundagildi

Myndin sýnir bakgrunnsmælingar loftgæða á Bakka frá desember 2016-desember 2017 ásamt mælingum á starfstíma kísilmálmverksmiðju PCC BakkiSilicon. 

Mælingarnar sýna styrk PM2,5 í µg/m3. 

Loftgæða mælingarnar eru úr Stöð 2 - Norður - Héðinsvík, sem staðsett er rétt norðan við Bakka eða við Héðinsvík. 

Mælingar á hæsta dagsgildi og hæsta stundargildi ná aftur til janúar 2018 en meðaltal mánaða aftur til desember 2016.

Um vísi

Aukinn iðnaður og vaxandi umferð á landi og sjó leiða til aukinnar losunar mengandi efna út í andrúmsloftið. Losun mengandi efna hefur áhrif á lífsgæði fólks og því er mikilvægt að fylgjast með losun þeirra frá virkjun og framleiðslufyrirtækjum í iðnaði og miðla upplýsingum til almennings um loftgæði.

Í vísinum eru birtar upplýsingar um losun gróðurhúsalofttegunda í tonnum:

 • PCC Bakki Silicon - losun koldíoxíðs (CO2)
 • Þeistareykjir - losun koldíoxíðs (CO2) og metans (CH4) ásamt losun CO2 ígilda í tonnum talið (CH4 umreiknað í CO2)
 • Krafla - losun koldíoxíðs (CO2) og metans (CH4) ásamt losun CO2 ígilda í tonnum talið (CH4 umreiknað í CO2)
 • Bjarnarflag - losun koldíoxíðs (CO2) og metans (CH4) ásamt losun CO2 ígilda í tonnum talið (CH4 umreiknað í CO2)

Einnig verða birtar upplýsingar um losun efna sem valda staðbundinni loftmengun:

 • PCC Bakki Silicon - losun SO2, NO2, PM10, PAH og BaP í tonnum
 • Þeistareykir - losun H2S í tonnum
 • Krafla - - losun H2S í tonnum
 • Bjarnarflag - - losun H2S í tonnum

Fylgst verður með loftgæðum á Húsavík, í Reykjahlíð í Vogum og Eyvindarholti og birtar upplýsingar um fjölda daga þar sem styrkur tiltekinna efna er innan viðmiðunarmarka.

 • Reykjahlíð - brennisteinsvetni (H2S) - µg/m3
 • Vogar - brennisteinsvetni (H2S) - µg/m3
 • Eyvindarholt - brennisteinsvetni (H2S) - µg/m3
 • Húsavík - brennisteinsvetni (H2S) - µg/m3, brennisteinsdíoxíð (SO2)- µg/m3, köfnunarefnisdíoxíð - µg/m3, PM10 svifryk- µg/m3, PM2,5 svifryk- µg/m3, PAH (PAH heildarsumma ásamt B(a)P)- µg/m3

Viðmið um heilsuverndarmörk eru fengin úr reglugerð um brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu og upplýsingar til almennings nr. 251/2002, reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 251/2002 um brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisdíoxíð og köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu og upplýsingar til almennings nr. 245/2014 og reglugerð um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti nr. 514/2010.

Tíðni

Árlega eru birt gögn sem sýna upplýsingar um losun mengandi efna og loftgæði.

Svæði

Miðsvæði: Húsavík, Þeistareykir, Kelduhverfi og Mývatnssveit.

Ábyrgð

Verkefnisstjóri ber ábyrgð á að afla gagna og birta þau í samræmi við birtingaráætlun.

Heimildir

Gögn eru sótt til Landsvirkjunar, PCC Bakki Silicon og Umhverfisstofnunar.

https://orkustofnun.is/gogn/Talnaefni/OS-2019-T004-01.pdf