2.3 Landnotkun

2.3 Landnotkun

  • Þróun landnýtingar
  • Um vísi

Þróun landnýtingar

2.3 a. Þróun landnýtingar

 

Myndin sýnir landflokkun miðsvæðis annars vegar árið 2012 og hins vegar árið 2018. Breytingar má sjá á þremur stöðum. Í fyrsta lagi nýjan veg sem liggur á milli Þeistareykja og Húsavíkur. Í öðru lagi stækkun á ógrónu hrauni norðan Vatnajökuls sem er afleiðing af eldgosi í Holuhrauni. Í þriðja og síðasta lagi er laufskógur sem merktur er inn á Aðaldalshraun umtalsvert minni árið 2018 en árið 2012. 

Skýringin á því að laufskógurinn í Aðaldalshrauni minnkar á milli áranna 2012 og 2018 liggur í bættum aðferðum við kortlagningu. Í lokaskýrslu um CORINE 2018 kemur fram að gagnagrunnur Rannsóknastöðvar Skógræktarinnar hafi verið uppfærður árið 2017. Ný útgáfa var talsvert breytt frá fyrri útgáfu, einkum hvað varðar útbreiðslu á náttúrulegum birkiskógi. Niðurstaða nýrrar kortlagningar var að dreifing birkiskóganna breyttist umtalsvert.  Náttúrulega birkiskóga er erfitt að greina með gervitunglamyndum og ómögulegt að greina birkiskóga (trjáhæð >2m) frá birkikjarri (trjáhæð <2m). 

 

Taflan hér að neðan sýnir landnotkun árin 2012 og 2018 og breytingu á milli þessar tveggja ártala. 

 Stærðir eru í km2.

Landnotkun 2012

Myndin sýnir stöðu landnýtingar árið 2012, það er áður en áform um byggingu Þeistareykjavirkjunar og iðnaðaruppbyggingar á Bakka urðu að veruleika.

Um vísi

Í landsskipulagsstefnu 2015-2026 er lagt til grundvallar að skipulag byggðar og landnotkun stuðli að sjálfbærri þróun, sé sveigjanlegt, stuðli að seiglu gagnvart samfélags- og umhverfisbreytingum og lífsgæðum fólks og styðji við samkeppnishæfni landsins og einstakra landshluta. Mikilvægt er að þróun landnýtingar sé í samræmi við opinbera stefnu stjórnvalda.

Í vísinum verða birtar upplýsingar um breytingar á notkun lands samkvæmt upplýsingum úr CORINE landflokkunarkerfinu þ.e. flokkar lands - aukning, minnkun og breyting.

Síðast var unnið að uppfærslu á CORINE landflokkunarkerfinu árið 2018. Nú er unnið að úrvinnslu þeirra gagna og undirbúningi birtingar sem áformuð er í lok maí.

CORINE landflokkunarkerifð er uppfært á sex ára fresti og næsta uppfærsla á því áformuð á árinu 2024. 

Tíðni

Á 6 ára fresti eru birtar uppfærðar upplýsingar úr CORINE landlflokkunarkerfinu. 

Svæði

Borin eru saman gögn af miðsvæði.

Ábyrgð

Verkefnisstjóri ber ábyrgð á að afla gagna og birta þau í samræmi við birtingaráætlun.

Heimildir

Gögn verða sótt til Landmælinga Íslands.