Stýrihópur

Stýrihópur

 • Fundir stýrihóps
 • Landsnet
 • PCC Bakki Silicon
 • Sveitarfélög á framkvæmdasvæði
 • Óháðir rannsóknaraðilar - RHA
 • Ferðaþjónustuaðilar á Norðausturlandi

Í stýrihópi Sjálfbærniverkefnisins á Norðausturlandi sitja eftirfarandi:

 • Ólafur Arnar Jónsson - Landsvirkjun
 • Hildur Vésteinsdóttir - Landsvirkjun
 • Engilráð Ósk Einarsdóttir - Landsnet
 • Ólafur Sigurðsson - PCC Bakki Silicon
 •  - Þingeyjarsveit
 • Katrín Sigurjónsdóttir - Norðurþing
 • Hjalti Jóhannesson - Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri
 • ferðaþjónustuaðilar á Norðausturlandi

Hlutverk stýrihóps er að gera tillögu til eigenda um hver fer með umsjón eða verkefnisstjórn verkefnisins, bera ábyrgð á mótun og framkvæmd verkefnisins, gera tillögur til eigenda um framvindu og kostnað og gera tillögur til eigenda um breytingar á vísum verkefnisins.

Hver fulltrúi í stýrihópi fer með eitt atkvæði fyrir utan það að fulltrúar sveitarfélaganna þriggja fara saman með tvö atkvæði.

 

Fundir stýrihóps

Fundargerðir stýrihóps Sjálfbærnisverkefnisins á Norðausturlandi verða birtar að loknum fundum og þegar þær hafa verið samþykktar af stýrihópi. 

Stýrihópur fundar öllu jöfnu tvisvar á ári. Fyrri fundur ársins fer fram í mars en seinni fundur ársins fer fram í nóvember.

6. fundur

Sjötti fundur stýrihóps Sjálfbærniverkefnisins á Norðausturlandi fór fram á Fosshótel Húsavík 23. október 2017. Á fundinum lá fyrir tillaga að verkefnis- og kostnaðaráætlun ársins 2018 auk þess sem vefur verkefnisins var kynntur og hagnýtt gildi verkefnisins rætt.

6. fundur stýrihóps Sjálfbærniverkefnisins á Norðausturlandi

5. fundur

Fimmti fundur stýrihóps Sjálfbærniverkefnisins á Norðausturlandi fór fram á sveitarstjórnarskrifstofu Skútustaðahrepps. Til umræðu voru vefur verkefnisins, aðkeyptar rannsóknir og sérvinnsla gagna, lén vefsíðu verkefnisins og hagnýtt gildi þess.

5. fundur stýrihóps Sjálfbærniverkefnisins á Norðausturlandi

4. fundur

Á fjórða fundi stýrihóps Sjálfbærniverkefnisins á Norðausturlandi sem haldinn var á Þeistareykjum var fjallað um hlutverk stýrihóps, fyrirkomulag vefsíðu verkefnisins og skiptingu áhrifasvæðis verkefnisins.

Fundagerð 4. fundar stýrihóps Sjálfbærniverkefnisins á Norðausturlandi

3. fundur

Á þriðja fundi stýrihóps Sjálfbærniverkefnisins á Norðausturlandi sem fór fram á Húsavík voru samráðsáætlun, vísar verkefnisins og fjölgun eigenda rædd. 

Fundargerð 3. fundar stýrihóps Sjálfbærniverkefnisins á Norðausturlandi

2. fundur

Annar fundur stýrihóps Sjálfbærniverkefnisins á Norðausturlandi fór fram á Húsavík. Á fundinum var farið yfir áhrifasvæði verkefnisins, markmið þess, samráðsferði og fjölgun eigenda. Einnig voru vísar verkefnisins yfirfarnir. 

Fundargerð 2. fundar stýrihóps Sjálfbærniverkefnisins á Norðausturlandi

1. fundur

Fyrsti fundur stýrihóps Sjálfbærniverkefnisins á Norðausturlandi fór fram á Húsavík. Fundurinn var fyrsti liður í því að endurvekja verkefnið sem upphaflega fór af stað árið 2008, stofna nýjan stýrihóp og leggja drög að vinnu næstu mánuða á eftir.

Fundargerð 1. fundar stýrihóps Sjálfbærniverkefnisins á Norðausturlandi

Landsnet

Landsnet tekur þátt í Sjálfbærniverkefninu á Norðausturlandi. Fyrirtækið hefur verið þátttakandi og átt fulltrúa í stýrihópi verkefnisins frá því að það var endurvakið í lok árs 2014. 

Vef Landsnets má sjá hér.

 

PCC Bakki Silicon

PCC Bakki Silicon kom inn í Sjálfbærniverkefnið á Norðausturlandi sem þátttakandi í ársbyrjun 2018. Fyrirtækið tilnefnir einn fulltrúa í stýrihóp verkefnisins. 

 

Sveitarfélög á framkvæmdasvæði

Sveitarfélögin Norðurþing, Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit eru öll þátttakendur í Sjálfbærniverkefninu á Norðausturlandi og hafa verið með frá því að verkefnið var endurvakið. Sveitarfélögin eru innan megin áhrifasvæðis verkefnisins og eiga það sameiginlegt að landsvæði í eigu þeirra er nýtt undir iðnaðaruppbyggingu, línulagnir og/eða virkjun. Þau tilnefna hvert sinn fulltrúa í stýrihópinn. Sveitarstjórar sveitarfélaganna hafa verið fulltrúar þeirra.

 

Óháðir rannsóknaraðilar - RHA

Fyrir hönd óháðra rannsóknaraðila tilnefnir Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri einn fulltrúa í stýrihóp verkefnisins. 

Vefsíðu RHA má nálgast hér.

Ferðaþjónustuaðilar á Norðausturlandi

Ferðaþjónustuaðilar á Norðausturlandi tilnefna sameiginlega fulltrúa í stýrihópinn. Ferðamálasamtök Þingeyjarsveitar, Húsavíkurstofa, Mývatnsstofa og Markaðstofa Norðurlands standa sameiginlega að tilnefningunni.