Gagnlegir tenglar

Gagnlegt efni

  • Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
  • Stjörnvöld, stofnanir og stefna
  • Alþjóðlegir samningar og sáttmálar

Brundtland skýrslan: Our Common Future - Hugtakið sjálfbær þróun er fyrst kynnt til sögunnar í skýrslu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun sem kom út árið 1987. 

Dagskrá 21 - Margir af æðstu ráðamönnum heims sóttu ráðstefnuna „The Earth Summit“ árið 1992 í Rio. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Umhverfið og sjálfbær þróun“ og var sett fram í Dagskrá 21 áætlun um umhverfisvernd og sjálfbæra þróun og skuldbundu fjölmargar þjóðir sig við að standa við þær vörður sem voru settar fram í Dagskrá 21.

Rio + 20 - heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem sett voru fram á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

The future we want - Samkomulag ríkja Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Sustainable Development: Linking economy, society, environment - Skýrsla OECD um sjálfbæra þróun.

The Lazy Person´s guide to saving the world - Einföld atriði sem hægt er að breyta heima fyrir til að stuðla að sjálfbærri þróun.

Towards a Green Economy - Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um grænt hagkerfi.

Nefnd Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Velferð til framtíðar - Stefna Íslands um sjálfbæra þróun.

Welfare for the future - Stefna Íslands um sjálfbæra þróun á ensku.

OECD - Aðgerðaáætlun vegna heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru samþykkt um aldamótin síðustu og voru átta talsins. Árið 2015 viku þau fyrir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. 

Nýju markmiðin eru fleiri en þúsaldarmarkmiðin og taka á vandamálum sem eru til staðar víða um heim. Stefnt er að því að ríki heims hafi náð að uppfylla markmiðin árið 2030. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna munu innleiða markmiðin 17 og 169 undirmarkmið þeirra og er Ísland í hópi þessara þjóða. 

Markmiðin má sjá hér á myndinni og frekari upplýsingar er að finna á vef Sameinuðu þjóðanna hér.

Stjörnvöld, stofnanir og stefna

Stjórnvöld hafa markað stefnu sem ætlað er að mynda ramma utan um þá umræðu sem þarf að fara fram um sýn Íslendinga á sjálfbæra þróun í byrjun 21. aldarinnar. Stefnan ber heitið Velferð til framtíðar - Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi og gildir til ársins 2020.

Hér má finna stefnuna í heild sinni á íslensku en einnig má nálgast skýrsluna á ensku: Welfare for the future

Ýmis ráðuneyti og stofnanir koma að því að uppfylla stefnu Íslands um sjálfbæra þróun. 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Umhverfisstofnun

 

 

Alþjóðlegir samningar og sáttmálar

Loftslagssamningurinn - Samningur þjóða heims um að verndun loftslags, til hagsbóta fyrir núlifandi og komandi kynslóðir, á grundvelli jafnræðis og í samræmi við sameiginlega en mismunandi ábyrgð og getu.

Kyoto bókunin - Bókun við loftslagssamning sameinuðu þjóðanna um takmörkun á útstreymi gróðurhúsalofttegunda á árunum 2008-2012.

Parísarsamkomulagið - Samkomulag þjóða heims um að halda hlýnun jarðar af mannavöldum innan 2°C marksins og jafnvel undir 1,5°C. Framhald af Kyoto bókuninni.