Orðskýringar

Orðskýringar

Orðskýringar

 

OrðSkýring
Sjálfbær þróun Á hugtakinu sjálfbær þróun eru margar skilgreiningar. Ein þeirra er úr svokallaðri Bruntlandskýrslu sem kom út árið 1987 og er á þessa leið: „Mannleg starfsemi sem fullnægir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum framtíðarkynslóða til að fullnægja sínum þörfum.“
Sjálfbærni Orðið er þýðing á enska heitinu sustainability og hefur áþekka merkingu og sjálfbær þróun en þó með þrengra sjónarhorni. Hugtakið á við þegar sjálfbærni er skoðuð innan fyrirtækja, atvinnugreina eða einstakra verkefna.
Vísir Gildi sem notað er til að meta áhrif af framkvæmdum og starfsemi vegna virkjunar, iðnaðaruppbyggingar og aukinna umsvifa í ferðaþjónustu.
Mælikvarði Mæling sem notuð er til að fylgjast með þróun á vísum.
Grunnástand

Upphafleg staða tekin á tíma áður en áhrifa framkvæmda og starfsemi er farið að gæta, notuð til að bera saman við síðari gildi.

Grunnástand miðast við stöðuna árið 2011.

Framkvæmdir Með framkvæmdum er átt við byggingu Þeistareykjavirkjunar, lagningu lína frá Þeistareykjavirkjun, uppbyggingu iðnaðar á Bakka og lagningu vega sem tengjast framangreindu. 
Viðmið

Einstökum vísum tengjast reglugerðir og lög þar sem kveðið er á um tiltekin mörk eða styrk. Þetta á til dæmis við um þau atriði sem fylgst er með í hljóð- og andrúmsloftsvísum. Sem dæmi má nefna að á tilteknum stöðum má styrkur hljóðs ekki fara yfir ákveðin fjölda desibila.

Í vísum þar sem sett eru fram viðmið er horft til þeirra laga- og reglugerða sem við eiga ásamt starfsleyfum fyrirtækja og ákvæðum í þeim.

Faghópur Við mótun vísa verkefnisins voru settir saman þrír hópar á sviði þriggja stoða sjálfbærni; samfélag, umhverfi og efnahagur. Hóparnir voru skipaðir sérfræðingum af hverju sviði og höfðu þeir það hlutverk að yfirfara vísa verkefnisins út frá faglegum sjónarhornum.