1.7 Samgöngur

1.7 Samgöngur

  • Samgöngur á landi
  • Samgöngur á lofti
  • Samgöngur á sjó
  • Fjöldi bíla við Kröflu og Þeistareyki
  • Um vísi

Samgöngur á landi

1.7 a. Meðal umferð á dag á völdum leiðum á Miðsvæði

Á myndinni má sjá þróun meðalumferðar á dag á tímabilinu frá 2011-2020. Gögnin eru fengin af vef Vegagerðarinnar. 
Umferð jókst á öllum mælipunktum frá árinu 2012. Árið 2017 fór að draga saman á nokkrum mælipunktum.

Nýir fastir mælistaðir bættust við árið 2013 á Fljótsheiði og Dettifossvegi.

Frumgögn og úrvinnsla

Samgöngur á lofti

1.7 b. Samgöngur á lofti

Áætlunarflug til Húsavíkur lá niðri til ársins 2012 þegar Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug þangað.

Myndir sýnir hlutfall farþega af heildarfarþegafjölda á flugvöllum á vestur-, mið- og austursvæði. Hlutdeild vallanna fjögurra í heildarfarþegafjölda í innanlandsflugi hefur á tímabilinu aukist úr 26,8% í 30,12% þegar mest var en er á árinu 2023 26,28%.
Gögn eru fengin frá Isavia.

Frumgögn og úrvinnsla

Samgöngur á sjó

1.7 c. Samgöngur á sjó, flutninga- og skemmtiferðaskip

Fylgst er með fjölda farþega- og flutningaskipa sem koma til Húsavíkurhafnar. Gögn eru fengin frá hafnarstjóra hafna Norðurþings.

Engin skemmtiferðaskip komu til Húsavíkur á árinu 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. Þá leiddi framleiðslustöðvun PCC BakkiSilicon til þess að flutningaskipum fækkaði úr 65 í 42 á milli ára. Engin farþegaskip komu til Húsavíkur á árinu 2020 en fimm sinnum komu snekkjur til hafnarinnar en þær hafa hingað til verið sjaldgjæf sjón.  Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda farþega í snekkjunum fimm. 

Farþegaskipum fjölgaði á ný árið 2021 og voru 21, auk tveggja snekkja, og síðan þá hefur þeim haldið áfram að fjölga . Komur flutningaskipa voru jafnframt tíðari frá árinu 2021.

Frumgögn og úrvinnsla.

Fjöldi bíla við Kröflu og Þeistareyki

1.7 d. Umferð við Kröflu og Þeistareyki

Myndin sýnir fjölda bíla við Kröflu og Þeistareyki. Gögn eru fengin frá Landsvirkjun sem hefur bílateljara við Kröflu og Þeistareyki.

Mælingar á fjölda bíla við Kröflu hófust þann 10. júní 2016 en þann 23. júní 2016 við Þeistareyki.

Á árinu 2020 dróst bílaumferð til bæði Kröflu og Þeistareykja umtalsvert saman. Heimsfaraldurinn COVID-19 hefur líklega ráðið mestu þar um. Árið 2021 jókst umferð til Kröflu á ný en ferðum fækkaði áfram að Þeistareykjum. 

Um vísi

Mikilvægt er að fylgjast með umferð á landi, lofti og sjó á uppbyggingartíma sem og að honum loknum. Með auknum umsvifum í ferðaþjónustu má reikna með auknum umferðarþunga á ákveðnum leiðum. Þá má einnig gera ráð fyrir fjölgun flugfarþega og aukinni umferð á vegum á uppbyggingartíma. 

Á hverju ári heimsækir fjöldi gesta virkjanasvæði á Íslandi og nærliggjandi staði. Áhugavert er að fylgjast með þróun umferðar á virkjanasvæðum með tilkomu nýrrar Þeistareykjavirkjunar.

Í vísinum eru birtar upplýsingar um fjölda farþega í flugi á Akureyri, Húsavík og Þórshöfn, um fjölda skemmti- og farþegaskipa í Húsavíkurhöfn og umferðarþunga á völdum leiðum. Leiðirnar eru Víkurskarð, Fljótsheiði, Mývatnsheiði, Norðausturvegur (meðaltal/sólarhringsumferð/sumar/vetur) og Dettifossvegur.

Tíðni

Árlega eru birt gögn sem sýna farþegarfjölda, fjölda skipakoma og umferðarþunga.

Flugupplýsingar eru birtar í apríl, fjöldi skipakoma í janúar og upplýsingar um umferðarþunga eru birtar í mars fyrir árið áður.

Svæði

Miðsvæði - flug - skip - umferð (Fljótsheiði - Mývatnsheiði - Tjörnes - Norðausturvegur sunnan Húsavíkur)

Austursvæði - flug

Vestursvæði - flug - umferð (Víkurskarð/Vaðlaheiðargöng)

Ábyrgð

Verkefnisstjóri ber ábyrgð á að afla gagna og birta þau í samræmi við birtingaráætlun.

Heimildir

Gögn eru sótt til Vegagerðarinnar, Isavia, Norðurþings og Landsvirkjunar.