-
Meðaltekjur íbúa
-
Fjöldi einstaklinga/fjölskylda undir lágtekjumörkum
-
Um vísi
Myndin sýnir þróun meðaltekna íbúa á miðsvæði í samanburði við austursvæði, vestursvæði og landið allt.
Vísirinn gefur vísbendingar um efnahagslega stöðu íbúa í samanburði við íbúa annars staðar á landinu. Meðaltekjur og lágtekjumörk eru gagnlegir mælikvarðar til að bera saman fjárhagslega velferð á mismunandi svæðum. Virkjun, framleiðslufyrirtæki í iðnaði og ferðaþjónusta eru líkleg til að hafa áhrif á þróun tekna á miðsvæði. Áhrif fyrirtækja á tekjur á svæðinu geta verið hvort sem er bein eða óbein vegna afleiddra starfa innan svæðisins.
Í vísinum eru birtar upplýsingar um meðaltekjur íbúa á miðsvæði ásamt upplýsingum um fjölda einstaklinga og fjölskylda sem eru undir skilgreindum lágtekjumörkum.
Árlega eru birt gögn um meðaltekjur og lágtekjumörk. Gert er ráð fyrir birtingu eigi síðar en 15. ágúst.
Miðsvæði, austursvæði, vestursvæði, Ísland.
Verkefnisstjóri ber ábyrgð á að afla gagna og birta þau í samræmi við birtingaráætlun.
Gögn eru sótt til Ríkisskattstjóra og Hagstofu Íslands.