Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru samþykkt um aldamótin síðustu og voru átta talsins. Árið 2015 viku þau fyrir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. 

Nýju markmiðin eru fleiri en þúsaldarmarkmiðin og taka á vandamálum sem eru til staðar víða um heim. Stefnt er að því að ríki heims hafi náð að uppfylla markmiðin árið 2030. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna munu innleiða markmiðin 17 og 169 undirmarkmið þeirra og er Ísland í hópi þessara þjóða. 

Markmiðin má sjá hér á myndinni og frekari upplýsingar er að finna á vef Sameinuðu þjóðanna hér.