Aðfluttir 3,26% fleiri en brottfluttir á Miðsvæði

29.12.2023

Aðfluttir 3,26% fleiri en brottfluttir á Miðsvæði

Á vettvangi Gaums er fylgst með flutningum inn og út af Miðsvæði í vísi 1.1. Flutningar inn á Miðsvæðið voru 3,26% umfram brottflutning af svæðinu á árinu 2022. Aðflutningur umfram brottflutning hefur einungis tvisvar verið meiri á vöktunartíma Gaums en það var árið 2016 og árið 2017 þegar umtalsverður fjöldi fólks flutti inn á svæðið í tengslum við uppbyggingu Þeistareykjavirkjunar og verksmiðju PCC BakkiSilicon á Bakka við Húsavík. 

Sé þróun ársins 2022 á Miðsvæði borin saman við Ísland, Austusvæði og Vestursvæði sést að hlutfall aðfluttra umfram brottflutta er mest á Miðsvæðinu 3,26% eins og áður koma fram, því næst á landinu öllu, 2,6%, loks 1,23% á Vestursvæði. Á Austursvæði er þróunin neikvæð þar sem brottfluttir hafa verið 1,5% fleiri en aðfluttir.