Aldurs- og kynjaskipting á Miðsvæði og samanburðarsvæðum

18.04.2023

Aldurs- og kynjaskipting á Miðsvæði og samanburðarsvæðum

Aldurs- og kynjaskipting íbúa er sýnd í Mannfjöldapýramídum. Birtir eru pýramídar sem sýna stöðuna við upphaf árs og 5 árum áður. Að þessu sinni eru pýramídarnir fyrir árin 2023 og 2018.

Árið 2018 var háönn framkvæmda og upphaf starfstíma á Bakka og Þeistareykjum. P´ýramídinn á Miðsvæði ber þess glögg merki enda umtalsvert hærra hlutfall karlmanna á aldrinum 25-59 ára en kvenna á því ári. Árið 2023 sést að hlutfall fólks á aldinum 25-34 er hærra og hlutfall barna á aldrinum 0-14 ára er ívið hærra en það var árið 2018. Pýramídinn hefur þó mittislögun og hlutfallslega færra fólk í árgöngunum 35-54 ára en á landinu öllu.  

Á landinu öllu er hlutfallsleg fjölgun mest á áldrinum 29-34 ára bæði meðal karla og kvenna. Aðrir árgangar eru áþekkir því sem var árið 2018. 

Mannfjöldapýramídi Vestursvæðisins er líkastur því sem gerist á landsvísu. Þó ber aðeins á mittislögun og skera konur á aldrinum 35-39 ára sig úr og eru fámennari hópur en þeir sem eru fyrir ofan og neðan. Þá voru börn hlutfallslega fleiri árið 2018 í árgöngum 0-9 ára en þau eru árið 2023.

Á Austursvæðinu eru kynjahlutföllin frekar ójöfn, hlutfallslega fleiri karlar en konur. Yngri árgangarnir og árgangar fólks á barneignaraldri eru fámennari á árinu 2023 en 2018.