Atvinnuleysi jókst á milli áranna 2018 og 2019

30.07.2020

Atvinnuleysi jókst á milli áranna 2018 og 2019

Við uppfærslu á visi 3.1 sem fjallar um stöðu á vinnumarkaði kom í ljós að atvinnuleysi á miðsvæði jókst á milli áranna 2018 og 2019. Í vísinum er stuðst við gögn frá Vinnumálastofnun um meðaltalsatvinnuleysi í sveitarfélögum á ársgrundvelli. 

Breytingin á miðsvæði á milli áranna 2018 og 2019 að atvinnuleysi fer úr 1,5% í 2,3%. Þróunin á miðsvæði er með áþekkum hætti og á landsvísu þó atvinnuleysið sé ívið minna hlutfallslega á miðsvæði en á landinu öllu.