Bílaumferð eykst í Kröflu og á Þeistareykjum

18.09.2023

Bílaumferð eykst í Kröflu og á Þeistareykjum

Nýverið voru gögn um umferðartölur að Kröflu og Þeistareykjum uppfærð. Á báðum stöðum starfrækir Landsvirkjun síritandi mæla og hafa gögn frá þeim verið birt á vefnum frá árinu 2016. Gögnin sýna vel áhrif framkvæmda á Þeistareykjum og upphaf starfstíma á umferðina, auk þess sem þau sýna nú einnig áhrif heimsfaraldurs vegna COVID-19 á umferðina. Umferðin dróst saman á á milli áranna 2019 og 2020 sem og á milli 2020 og 2021 en jókst á ný á milli áranna 2021 og 2022. Áhugavert verður að sjá mælingar á næstu árum og hver þróun þeirra verður. 

Sama er að segja um Kröflu, þar dró úr umferð í kjöflar þess að starfstími hófst á Þeistareykjum og enn frekar við heimsfaraldurinn vegna COVID-19. Þó er sá munur á umferð að Kröflu að hún náði lágpunkti sumarið 2020 og hefur verið vaxandi hvort tveggja á árinu 2021 og 2022 á meðan umferðin var enn að dragast saman árið 2021 að Þeistareykjum. 

Frekari upplýsingar um bílaumferð að virkjununum í Kröflu og á Þeistareykjum er að finna undir vísi 1.7