Breyting á kynjahlutföllum í sveitarstjórnum og fastanefndum sveitarfélaga

10.11.2023

Breyting á kynjahlutföllum í sveitarstjórnum og fastanefndum sveitarfélaga

Jafnrétti kynjanna var ofarlega í umræðunni í októbermánuði í tengslum við kvennaverkfall þann 24. október síðastliðinn. Í Gaumi er einn vísir tileinkaður jafnrétti kynjanna og þar eru mæld kynjahlutföll á vinnumarkaði. Þar undir falla kynjahlutföll starfsfólks Landsvirkjunar á Kröflu- og Þeistareykjasvæðinu, kynjahlutföll starfsfólks PCC BakkiSilicon og að lokum kynjahlutföll í sveitarstjórnum og fastanefndum sveitarfélaga á vöktunarsvæði Gaums. 

Við upphaf vöktunar Gaums voru kynjahlutföllin í sveitarstjórnum með þeim hætti að aðeins 34,6% kjörinna fulltrúa voru konur.  Í fastanefndum var munurinn minni en þar var hlutfall kvenna þegar allt er samantekið 46,6%. Á vöktunartímanum hafa hlutföllin karla og kvenna verið svolítið breytileg, sum árin hefur hallað enn frekar á konur á meðan að eftir kosningar 2018 megi segja að þónokkur breyting hafi átt sér stað. Fyrir kosningar 2018 fór hlutfall kvenna niður í 26.9%. Þegar leið á kjörtímabilið fjöglaði konum og árið 2020 voru konur 46,1% kjörinna fulltrúa. Sveitarstjórnum fækkaði um eina við kosningar árið 2022 og kynjahlutföllinn urðu enn jafnari, þar sem konur voru 47,8% kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnunum þremur á vöktunarsvæðinu. Árið 2023 halla þó á ný á konur en þær eru 39% kjörinna fulltrúa um þessar mundir. 

Ef horft er til fastanefnda sveitarfélaganna þá er þróunin á anna veg þar að því leitinu til að oft eru kynjahlutföllin jöfn og að minnsta kosti 6 ár af þeim 13 sem vöktun Gaums nær til hafa konur verið í meirihluta fulltrúa fastanefnda sveitarfélaganna. Að loknum kosningum 2022 voru konur í meirihluta fulltrúa fastanefnda, eða 59% fulltrúa í fastanefndum. Frá kosningum og fram á mitt ár 2023 hafa átt sér stað breytingar á fulltrúum í fastanefndum og karlar eru nú í meirihluta fulltrúa í nefndunum og konur eru 45% fulltrúa. 

Skýringar á kynjahlutföllum í sveitarstjórnum og fastnefndum geta verið ýmsar. Oft liggja þær að hluta í uppröðun á lista þar sem um fle´ttulista er að ræða og karlar í sæti oddvita. Slík uppröðun leiðir oft til þess að karlar fá örugg sæti í sveitarstjórnum en konurnar ná ekki inn. Í Norðurþingi eru t.d. þrjú framboð sem hafa karl í sæti oddvita sem allir fengu sæti í sveitarstjórn. Í tveimur tilfellum komust konurnar í 2. sæti ekki inn. Í þriðja tilfellinu kom framboð tveimur körlum og einni konu að með því að bjóða fram fl´ettulista. Tvö framboð í Norðurþingi buðu fram lista þar sem konur voru í tveimur efstu sætunum og karlar í sætum 3. og 4. Framboðin komu bæði konunum að sem jafnar kynjahlutföllin í sveitastjórn Norðurþings konum í vil þannig að konur eru þar 5 á móti 4 körlum. 

Á milli áranna 2021 og 2022 fækkaði konum úr 11 í 9 í sveitarstjórnum a´ svæðinu og körlum fjölgaði um tvo að sama skapi, úr 12 í 14. Í fastanefndum fækkaði konum úr 27 í 19 eða um 8 og körlum fjölgaði úr 19 í 23 eða um 4. Skýring á mismuni milli fjölgunar karla og fækkunar kvenna er að finna í að færri nefndir eru starfandi á vettvangi sveitarfélaganna á árinu 2023.