Búfénaði fækkar

05.07.2019

Búfénaði fækkar

Þegar gögn um búfénað voru uppfærð kom í ljós að búfénaði fækkar áfram á megin vöktunarsvæði Sjálfbærniverkefnisins.
Frá árinu 2011 hefur sauðfé (ær, hrútar, sauðir, lambhrútar, lambgimbrar, geldingar, geitur og lífkið) fækkað úr 42.675 í 37.589 eða um 5.086 gripi. Það sama á við um aðrar tegundir búfénaðar að á tímabilinu er um fækkun að ræða nema þegar fjöldi nautgripa er skoðaður. Frá árinu 2011 hefur nautgripum fjölgað um 441, úr 4392 í 4833 . Stærstur hluti búfénaðar á svæðinu tilheyrir sauðfé og nautgripum og því er áhugavert að sjá fjölda gripa í þessum tveimur flokkum búfénaðar þróast með jafn ólíkum hætti. Líklegt er að ekki sé um einhlíta skýringu að ræða heldur séu nokkur atriði að ræða sem útskýri þessa ólíku þróun. 

Hér má sjá upplýsingar um fjölda búfénaðar á vöktunarsvæðinu.