Búfénaði fækkar áfram á Miðsvæði

21.05.2021

Búfénaði fækkar áfram á Miðsvæði

Nýverið voru gefin út gögn um búfénað á Íslandi og samhliða því fór fram uppfærsla gagna um búfénað og fjölda búa á Miðsvæði. 

Sauðfé hefur fækkað jafnt og þétt á vöktunartíma Gaums. Á milli áranna 2019 og 2020 fækkar sauðfé úr 36.491 í 34.422. Nautgripum fjölgar úr 4.834 í 4.861. Hrossum fjölgar úr 812 í 1.077. Svínum fjölgar um 53, úr 740 í 793. Loðdýrum fjölgar um 3, úr 10 í 13. Alifuglum fækkar úr 389 í 291. 

Sauðfjárbúum fækkaði um þrjú, úr 179 í 176. Nautgripabúum fækkaði um tvö, úr 61 í 59. Hrossabúum fjölgaði úr 98 í 118. Þá bættist við eitt loðdýrabú. Alifuglabúum fækkað um þrjú og eru nú 16. Aðeins eitt svínabú er á vöktunarsvæði Gaums. 

Betur má rýna í gögn um bú og búfénað í vísi 3.2 eða með því að skoða mælaborð landbúnaðarins