Búum og búfénaði fækkar á Miðsvæði

03.06.2020

Búum og búfénaði fækkar á Miðsvæði

Tegundir og fjöldi búfénaðar og földi búa eftir tegundum er meðal þess sem fylgst er með á vettvangi Gaums. 

Frá árinu 2011 hefur öllum tegundum búa fækkað nema svínabúum sem hefur fjölgað úr einu í sex. Sömu sögu má segja um búfénað að því sem næst öllum tegundum búfénaðar hefur fækkað á vöktunartíma Gaums. Svín eru á árinu 2019 jafn mörg og þau voru árið 2011 og nautgripum hefur fjölgað úr 4.392 gripum í 4.834 gripi. Öðrum tegundum fækkar. Mest er fækkun sauðfjár en 42.675 gripir voru á Miðsvæði árið 2011 en 37.210 árið 2019. 

Það kann að vera áhugavert að skoða þessar upplýsingar í samhengi við annan mælikvarða undir vísi 3.2, sem snýr að fjölda gistirýma en þar má sjá að frá árinu 2011 til 2019 hefur framboð á gistirými aukist í öllum mánuðum ársins.  Það er vel þekkt að bændur hafi dregið úr eða lagt niður hefðbundinn búskap, breytt útihúsum og hlöðum í gistihús og hótel og starfi nú við ferðaþjónustu í stað landbúnaðar.