Er hamingja að aukast á miðsvæði?

13.05.2020

Er hamingja að aukast á miðsvæði?

Nú nýverið var mælikvarði á hamingju íbúa í vísi 1.5 Heilsa og félagslega staða uppfærður. Gögn vegna vísisins eru fengin frá Landlæknisembættinu úr rannsókninni Heilsa og líðan Íslendinga sem framkvæmd er á fimm ára fresti. Í rannsókninni eru þátttakendur spurðir hversu hamingjusamir þeir telji sig vera á heildina litið. Svör eru á kvarða frá einum og upp í tíu þar sem þeir sem merkja við einn er mjög óhamingjusamir en þeir sem merkja við 10 eru mjög hamingjusamir. 

Á vettvangi Gaums eru annars vegar birtar upplýsingar um meðal hamingju íbúa á Miðsvæði og hinsvegar hlutfall fulloðrinna sem metur hamingju sína á bilinu 8-10.  Niðurstöðurnar eru svo bornar saman við aðra landshluta og landið allt. 

Árið 2012 mátu íbúar á Miðsvæði meðalhamingju sínu 7,68, til samanburðar við 7,81 á bæði landinu öllu og í öðrum landshlutum. Árið 2017 mátu íbúar Miðsvæðis hamingju sína 7,83 á  kvarða frá einum til tíu sem er hækkun um 0,15 frá árinu 2012. 

Hlutfall fullorðinna sem metur hamingju sína á bilinu 8-10 hækkað úr 66,7% í 67,3% í öðrum landshlutum og á landinu öllu á milli áranna 2012 og 2017. Á Miðsvæði hækkaði hlutfall fullorðinn sem metur hamingju sína á bilinu 8-10 úr 62,9% í 66,4% eða um 3,5 prósentustig.  Vísbendingar eru því um að á í það minnsta á milli áranna 2012 og 2017 hafi hamingja íbúa á Miðsvæði aukist örlítið.  Rétt er að hafa í huga að þessar tvær mælingar fóru báðar fram áður en sveitastjórn Skútustaðahrepps lét framkvæma hamingjukannanir sínar og vinna markvist að því að auka hamingju íbúa í hreppnum. Það verður því afar áhugavert að sjá niðurstöður næstu rannsóknar sem framkvæmd verður árið 2022.