Er sældarhagkerfi framtíðin?

07.08.2018

Er sældarhagkerfi framtíðin?

Kristín Vala Ragnarsdóttir, jarðvísindakona og kennari við Háskóla Íslands var í morgun í áhugaverðu viðtali á Morgunvaktinni á RÚV þar sem hún ræddi meðal annars um sjálfbærni, sjálfbæra þróun og svokallað sældarhagkerfi sem mælir hagvöxt þjóðar í sæld fremur en framleiðslu. 

Forsætisráðherra hefur nýlega skipað Kristínu í nefnd um þróun mælikvaðara um hagsæld og lífsgæði með grunnþætti sjálfbærrar þróunar og heimsmarkmið Sameinuðuþjóðanna í huga. Kristín vinnur í ýmsum hópum vísindamanna, meðal annars einum sem vinnur að því að þróa hugsun og vísa fyrir þjóðir heims til að nálgast sældarhagkerfi (e. sustainable wellbeing economy). Samkvæmt því sem kemur fram í viðtalinu við Kristínu munu þjóðir sem taka upp slíkt hagkerfi nota samþætta vísa fyrir náttúru, efnahag og samfélag með það að markmiði að jarðarsamfélagið verði sjálfbært.

Það verður áhugavert að fylgjast með frekari framvindu á verkefni hópsins en fyrirhugað er að halda fund um það innan fundar OECD ríkjanna í nóvember á þessu ári. 

Hér má hlusta á viðtalið við Kristínu.