Fæðingar á vöktunarsvæði Gaums

28.08.2020

Fæðingar á vöktunarsvæði Gaums

Það getur verið áhugavert að skoða aðrar tölulegar upplýsingar en þær sem vaktaðar eru á vettvangi Gaums í samhengi við gögnin sem þar eru birt. Starfsfólk Þekkingarnets Þingeyinga, sem fer með verkefnisstjórn í Gaumi, vann í sumar að ýmsum verkefnum m.a. í samstarfi við háskólanema í sumarstörfum. Í einu slíku verkefni komu fram upplýsingar sem hægt er að skoða í samhengi við þau gögn sem vöktuð eru á vettvangi Gaums. Í kjölfarið ákváðum við að skoða til gamans þróun fæðinga og mannfjölda á barneignaraldri í Norðurþingi, Skútustaðahreppi, Þingeyjarsveit og Tjörneshreppi. Hér ber að hafa í huga að í gögnunum á eftir er svæðið aðeins stærra en vöktunarsvæði Gaums því Norðurþing er allt inni í gögnunum. 

Við skoðuðum fjölda lifandi fæddra, fjölda íbúa á barneignaaldri og heildaríbúafjölda. Við skilgreindum barneignaaldur á bilinu 20-44 ára. 

Tafla 1. Fjöldi lifandi fæddra, fólks á barneignaaldri og heildar mannfjöldi í Norðurþingi, Skútustaðahreppi, Þingeyjarsveit og Tjörneshreppi.

Taflan sýnir að íbúum hefur fjölgað frá 2011, bæði heildarfjöldi og fjöldi íbúa á barneignaraldri er meiri. Jafnframt hefur fæðingum fjölgað. Til gamans könnuðum við fylgni á milli lifandi fæddra og fjölda fólks á barneignaraldri. Fyrir svæði í heild er jákvæði fylgni en þó ekki sterk, r=0,36. Ef Norðurþing er tekið út fyrir og skoðað sérstaklega þá er fylgnin þar sterkari eða r= 0,62.

Annað áhugavert er hlutfall íbúa á barneignaraldri af heildarfjölda íbúa. 

Tafla 2. Hlutfall íbúa á barneignaraldri. 

Í töflu 2 má sjá að hlutfall íbúa á barneignaraldri hefur farið hækkandi frá árinu 2011-2019. 

Upplýsingarnar sem unnið var með eru fengnar á vef Hagstofu Íslands. 

https://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Ibuar/Ibuar__mannfjoldi__2_byggdir__sveitarfelog/MAN02001.px

https://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Ibuar/Ibuar__Faeddirdanir__Faeddir__faedingar/MAN05110.px/?rxid=4e8e4c20-a5f9-47dc-9a79-8f951c963b16

 

*Mynd er fengin af vef Norðurþings. Á henni má sjá þrjúþúsundasta íbúa Norðurþings ásamt foreldrum og sveitarstjóra.