Færri gistinætur á tjaldsvæðum á árinu 2019

22.06.2020

Færri gistinætur á tjaldsvæðum á árinu 2019

Árið 2018 var heildarfjöldi gistinátta 76777 á tjaldsvæðum á Miðsvæði og höfðu þær aldrei verið fleiri. Einungis tvisvar áður hefur gistináttafjöldinn farið yfir 60 þúsund. Árið 2019 var gistináttafjöldinn á Miðsvæði 61.907 nætur, eða um 16 þúsund færri nætur en árið áður. 

Frekari upplýsingar um gistinætur má sjá í vísi 3.2.