Fjöldi gistinátta árið 2020 álíka og árið 2011 og 2012

07.07.2021

Fjöldi gistinátta árið 2020 álíka og árið 2011 og 2012

COVID-19 heimsfaraldurinn hafði umtalsverð áhrif á ferðaþjónustu á árinu 2020. Við uppfærslu á gögnum vegna gistingar á Miðsvæði kom í ljós að fjölda gistinátta og nýtingu svipar helst til áranna 2011 og 2012. 

Gistinætur á hótelum, gistiheimilum og heimilum (önnur en airbnb) voru 135.825 talsins í samanburði við 281.848 árið áður. Það þarf að fara aftur til ársins 2012 til að finna lægri tölur en þá voru gistinætur á svæðinu 131.138. 

Ef fjöldi gistinátta er skoðaður eftir mánuðum þá voru fyrstu tveir mánuðir ársins stefndi í áþekkir janúar og febrúar árið 2019, en þegar kom að apríl sáust tölur sem ekki hafa sést áður á vöktunartíma Gaums og gistinætur voru ekki nema 230 þann mánuðinn. Eftir það fjöglaði gistinóttum og var árið í heild áþekkt árinu 2011 að júlí og ágúst frátöldum. þar sem gistinætur voru þónokkuð fleiri 2020 í þeim mánuðum en árið 2011.

Gistinætur í júlí sem öllu jöfnu er sá mánuður sem flesitir gista á Miðsvæði voru um 6.000 færri gistinætur árið 2020 en árið 2019. 

Þegar framboð á gistirými er skoðað og borið saman við árin 2011 og 2019 má sjá að eftir fyrstu þrjá mánuði ársins 2020 dró verulega úr framboðinu og var það svipð og árinu 2012-2014 ef júlí mánuður er undaskilinn. Ljóst má vera að margir sem boðið hafa upp á gistingu á svæðinu hafa haft starfsemi sína lokaða að hluta til eða öllu leyti eftir að heimsfaraldurinn skall á. 

Nýting á gistirýmum var með áþekkum hætti og árið 2011 ef frá eru taldir fyrstu tveir mánuðir ársins, en þá voru nokkuð skýr skil á í ferðamennskunni þannig að hún jókst í maí og dró verulega saman í september. Síðustu ár hafa þessi skil hinsvegar færst til og má segja að frá mars og fram í október hafi ferðaþjónustan haft í nægu að snúast. 

Ef fjöldi gistinátta á miðsvæði er borinn saman við landið í heild þá kemur í ljós að samdráttur í fjölda gistinátta er hlutfallslega fækkar gistinóttum um 52% á Miðsvæði en 66% á landinu öllu. 

Sömu sögu er að segja af gistinóttum á tjaldsvæðum. Mun færri nýttu sér tjaldsvæði á Miðsvæði ári 2020 en 2019, eða 26.998 í samanburði við 61.907 árið áður. Gestir voru flesti í ágúst, en það er eins og hefur verið frá árinu 2015 en fram að því voru gestir flestir í júlí.