Fjöldi starfa við löggæslu óbreyttur á vöktunarsvæði Gaums

15.04.2020

Fjöldi starfa við löggæslu óbreyttur á vöktunarsvæði Gaums

Nú nýverið voru uppfærð gögn yfir fjölda starfa við löggæslu á vöktunarsvæði Gaums. Á vettvangi Gaums hefur verið fylgst með fjölda starfa við löggæslu á Miðsvæði, Austursvæði og Vestursvæði frá árinu 2016. Þróunin hefur verið með þeim hætti að störfum hefur fjölgað á Miðsvæði og Vestursvæði en fækkað á Austursvæði. Við upphaf árs voru alls 36 störf við löggæslu á svæðunum þremur, tvö á Austursvæði, sex á Miðsvæði og 28 á Vestursvæði.  Síðan þá hefur fækkað um eitt starf á Austursvæði, fjölgað um þrjú á Miðsvæði og sjö á Vestursvæði. Í dag eru því alls 45 störf við löggæslu á vöktunarsvæði Gaums og samanburðarsvæðunum tveimur, Austursvæði og Vestursvæði. Þau skiptast þannig að 35 störf eru á Vestursvæði, níu á Miðsvæði og eitt á Austursvæði. 

Þegar talað er um störf í þessu samhengi þá er átt við ársverk. Í sumum tilfellum er um að ræða að starfsmenn séu í hlutastörfum svo starfsmenn geta verið fleiri en fjöldi starfa segir til um.