Flugfarþegum fjölgar til Húsavíkur

20.09.2023

Flugfarþegum fjölgar til Húsavíkur

Gaumur fylgist með þróun hlutdeildar Húsavíkurflugvallar í heildarfarþegafjölda í innanlandsflugi. Gögn Gaums ná aftur til ársins 2011, þ.e. ári áður en reglulegt farþegaflug til Húsavíkur hófst á ný. Það er áhugavert að skoða tölurnar nú aftur til ársins 2019 og fram til ársins 2022. Árið 2019 markar í raun fyrsta heila árið sem Þeistareykjavirkjun og verksmiðja PCC BakkiSilicona eru í rekstri eftir að framkvæmdum var lokið. Hlutdeild Húsavíkurflugvallar var það ár 1,78% eða um 0,16% stigum lægri heldur en árið á undan. Árið 2020 sem markar upphaf heimsfaraldursins COVID-19 jókst hlutfall flugfarþega af heildarfarþegafjölda í innanlandslfugi í 1,8%. Farþegum fækkaði þó um um það bil 3.000 en heildarfarþegafjöldi í innanlandsflugi var mun lægri en árið á undan sem skýrir hækkun í hlutfalli farþega sem fór um Húsavíkurflugvöll.

Árið 2021 fækkar farþegum áfram og hlutfall farþega sem fór um Húsavíkurflugvöll var aðeins 1.23% en á árinu 2022 var hlutfallið komið í 1,3% og farið að nálgast það sem var árið 2013 og 2014 sem eru árin áður en framkvæmdir hófust við Þeistareykjavirkjun og á Bakka. FJöldi farþega til Húsavíkur árið 2022 voru 8.597 samanborið við 6.871 árið áður.

Sjá nánar í vísi 1.7.