Gistinóttum fjölgar á ný

15.08.2022

Gistinóttum fjölgar á ný

Eftir fækkun um 146.023 gistinætur á milli áranna 2019 og 2020 fjölgaði gistinóttum á hótelum, gistiheimilum og í heimagistingu annarri en airbnb á árinu 2021. Gistinætur voru alls 203.748 eða álíka margar og árið 2015. Framan af árinu voru gistinæturnar afar fáar eða allt niður í 589 í janúar en þegar voraði tók þeim að fjölga. Flestar voru gistinæturnar í ágúst, 56.289 talsins. Framboð á gistirými var meira á árinu 2021 en árinu 2020 ef frá eru taldir janúar, febrúar, mars og júlí þar sem framboð á gistirými var meira árið 2020. Nýting gistirýma er áþekk á milli áranna 2020 og 2021 fyrri hluta ársins en frá og með ágústmánuði og til ársloka er nýtingin betri árið 2021, munar allt frá um 6 prósentustigum í desember upp í um 40 prósentustigum í septembermánuði. Nýtingin yfir árið er áþekk því sem var árin 2013 og 2014 en þá var nýting yfir árið 26,11% og 25,35% en árið 2021 var hún 25,27%.

Ef gistinætur á Miðsvæði eru bornar saman við gistinætur á landinu öllu má sjá að á árinu 2020 var hlutfall gistinátta á Miðsvæði 6,7% af allri gistingu á Íslandi en árið 2021 var hlutfallið 8,2%. Mikið hrun varð í gistingu á landinu öllu á milli áranna 2019 og 2020 en auking verður. Nýting gistirýma eykst á milli áranna 2020 og 2021 úr 17,6% í 25,27 % á Miðsvæði en úr 20,5% á landinu öllu í 31,8%. 

Gaumur fylgist einnig með gistinóttum á tjaldsvæðum. Ef heildarfjöldi gistinátta er skoðaður í samanburði við fyrri ár voru þær 52.139 eða álíka margar og sumarið 2016. Í fyrsta skipti eru nægilega mörg tjaldsvæði opin á haustmánuðum til að hægt sé að birta mælingar fyrir þá mánuði. Í október voru gistinætur 1.616, í nóvember 271 og 58 í desember. Gistinætur voru flestar í júlí en undanfarin ár eða aftur til ársins 2015 hafa gistinætur verið flestar í ágúst. 

Skoða má þróun gistingar á Miðsvæði í vísi 3.2