Gistinóttum á tjaldsvæðum fjölgar

16.09.2019

Gistinóttum á tjaldsvæðum fjölgar

Frá árinu 2015 hefur gistinóttum á vöktunarsvæði Sjálfbærniverkefnisins fjölgað stöðugt. Á árinu 2017 voru gistinætur 66.074 en fjöglaði í 76.777 árið 2018. Fylgst er með fjölda gistinátta í Skútustaðahreppi, Þingeyjarsveit og þeim tjaldstæðum sem rekin eru á Húsavík og í Reykjahverfi í Norðruþingi. 

Ef fjöldi gistinátta er skoðaður í samhengi við fjölda íbúa á svæðinu þá hefði hver og einn íbúi þurft að gista 18 nætur á tjaldsvæði innan svæðisins til að ná þessum fjölda gistinátta. 

Í vísi 3.2 má skoða frekari upplýsingar um gistingu á tjaldsvæðum.