Gistinóttum fjölgaði á milli 2021 og 2022

20.02.2024

Gistinóttum fjölgaði á milli 2021 og 2022

Gistinóttum á hótelum og gistiheimilum fjölgaði á milli áranna 2021 og 2022 um tæplega 70.000 (sjá vísi 3.2). Gistinætur hafa aðeins verið fleri árin í aðdraganda COVID-19, þegar þær voru 276.303 árið 2018 og 281.848 árið 2019. Heildarfjöldi gistinátta árið 2022 var 272.032. 

Ef dreifing gistinátta á mánuði árið 2022 er borin saman við árið 2021 þá fjölgaði gistinóttum 9 mánuði af 12. Aðeins í ágúst, október og desember voru gistinætur færri árið 2022 en árið á undan. Mest aukning var á fyrri hluta árs en fjöldi gistinátta á árinu 2022 var áþekkur fyrstu 6 mánuði ársins og hann var árinu 2018 og 2019. 

Framboð á gistirými jókst á milli áranna 2021 og 2022 á fyrri hluta árs, allt fram í maí en það sem eftir lifði árs var það álíka og árið á undan að júní og desember undanskyldum. Framboð á gistirými er ennþá minna en það var fyrir COVID-19, árin 2018 og 2019. Nýting gistrýma er þar af leiðandi betri flesta á mánuði ársins 2022 en t.d. árið 2021. Sama gildir um árin 2018 og 2019, nýting er áþekk fyrstu 5 mánuði ársins þessi þrjú ár, um 7-15% betri í júní-september en nýting á haustmánuðum var betri árin 2018 og 2019 en 2022. Sé nýting á gistirýmum borin saman við nýtingu gistirýma á landinu öllu er hún 52,4% á Miðsvæði í samanburði við 42% á landinu öllu. 

Gistinóttum á tjandsvlæðum fjölgaði einnig og hafa aðeons verið fleir árið 2018. Alls voru gistnætur á tjaldsvæðum 71.328. Flestar eru þær í júlí 28.206.