Gistinóttum fjölgar á miðsvæði

13.09.2019

Gistinóttum fjölgar á miðsvæði

Gistnóttum fjölgar á megin vöktunarsvæði Sjálfbærniverkefnisins á milli áranna 2017 og 2018.

Árið 2017 voru gistinætur 260.184 talsins og hafði þá fækkað um 8.192 á milli áranna 2017 og 2016. Árið 2018 reyndust gistinætur vera 278.321 á vöktunarsvæðinu sem er fjölgun um 18.137 gistinætur. Gistinætur aldrei verið fleiri á svæðinu frá því að vöktun á vegum verkefnisins hófst. Fjölgun gistinátta á milli ára var í febrúar, mars, maí, september, október, nóvember og desember. Fjölgunin var mest í október en á milli október 2017 og 2018 fjölgaði gistinóttum um 8145 nætur.

Framboð á gistirými hefur aukist jafnt og þétta á vöktunartíma verkefnisins. Árið 2011 var meðalfjöldi gistirýma yfir árið 1000 rúm, en meðalfjöldi gistirúma á árinu 2018 var 1987 rúm, sem er nálægt því að vera tvöföldun á framboði. Mest framboð er á gistirúmum í júlí en minnst í janúar. Á milli áranna 2017 og 2018 jókst meðalfjöldi gistirúma um 208 rúm. Aukningin er mest yfir vetrarmánuðina en minnst yfir sumarið. 

Nýting á gistirúmum hefur aldrei verið betri en á árinu 2016, af þeim árum sem vöktun verkefnisins hefur staðið yfir. Árið 2018 var meðal nýtingin yfir árið örlítið betri en á árinu 2017 eða 32,91% í stað 32,62%. Nýting gistirúma er alla jafna best í júlí og ágúst þó að með tímanum hafi hún orðið betri aðra mánuði ársins.

 

Upplýsingar tengdar gistingu á vöktunarsvæði Sjálfbærniverkefnisins má sjá í vísi 3.2.