Hagur sveitarfélaga á árinu 2021

11.11.2022

Hagur sveitarfélaga á árinu 2021

Í vikunni uppfærðum við upplýsingar um hag sveitarfélaga. 

Eignir sveitarfélaga á hvern íbúa aukast í öllum sveitarfélögunum nema Tjörneshreppi á milli ár.  Eignir pr. íbúa í Skútustaðahreppi jukust um 800.356 kr., eignir pr. íbúa í Þingeyjarsveit jukust um 137.082 kr.  og í Norðurþingi jukust eignir pr. íbúa um 47.500 kr. Í Tjörneshreppi lækkuðu eignir pr. íbúa um 734.684 kr. 

Skuldir sveitarfélaga á hvern íbúa jukust á milli ára í öllum sveitarfélögum nema Tjörneshreppi á milli ára. Skuldir jukust mest í Skútustaðahreppi eða um 379.920 kr. pr. íbúa, í Þingeyjarsveit um jukust skuldir um 145.291 kr. pr. íbúa og í Norðurþingi um 1.345 kr. á íbúa. Í Tjörneshreppi lækkuðu skuldir á íbúa um 28.547 kr.

Skuldahlutfall Norðurþings og Tjörneshrepps lækkaði á milli áranna 2020 og 2021. Skuldahlutfall Norðurþings lækkaðiúr 141% í 130%, skuldahlutfall Tjörneshrepps lækkaði úr 4% í 1%. Skuldahlutfall Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hækkaði á milli áranna 2020 og 2021. Skuldahlutfall Skútustaðahrepps fór úr 68% í 95% og skuldahlutfall Þingeyjarsveitarf hækkaði úr 53% í 61%.