Hagur sveitarfélaga á vöktunarsvæði Gaums

11.10.2023

Hagur sveitarfélaga á vöktunarsvæði Gaums

Sveitarfélögum á vöktunarsvæði Gaums fækkaði um eitt við sameiningu Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps undir nafni Þingeyjarsveitar. Í vísi 3.4 er fylgst með þróun eigna, skulda og skuldahlutfalli sveitarfélaganna. Eignir og skuldir eru bornar saman m.v. eignir og skuldir pr. íbúa. 

Á vöktunartímanum hafa eignir Norðurþings á íbúa vaxið og eru nú 3.195.552 kr. á íbúa. Í nýju sveitarfélagi, Þingeyjarsveit eru 2.024.308 kr. á íbúa. Í Tjörneshreppi hafa eignir vaxið því sem næst allan tímann ef frá eru talin árin 2014 og 2021 og 2022. þar sem eignir pr. íbúa drógust saman. Á árinu 2022 voru eignir á íbúa í Tjörneshreppi 1.484.343 kr.

Ef skuldir sveitarfélaganna á íbúa eru bornar saman sést að í Norðurþingi hafa skuldir íbúa farið vaxandi á vöktunartímanum og eru nú 2.421.786 kr. á íbúa og hafa ekki verið hærri á vöktunartímanum. Í nýju sveitarfélagi, Þingeyjarsveit, eru skuldir á ´íbúa 1.448.254 kr. og hafa hækkað frá því sem var í sveitarfélögunum tveimur sem mynda Þingeyjarsveit nú. Skuldir Þingeyjarsveitar eldri voru 912.783 kr. á íbúa og 1.265.839 kr. á ´íbúa í Skútustaðahreppi. Í Tjörneshreppi hafa skuldir aldrei verið jafn lágar á íbúa og á árinu 2022, eða 5.363 kr.

Skuldahlutfall Norðurþings hefur lækkað á vöktunartíma Gaums úr 245,3% í 121% a´ árinu 2022. Í Þingeyjarsveit er skuldahlutfall nýs sveitarfélags 85% samanborið við 95% í Skútustaðahreppi árið áður og 61% í Þingeyjarsveit eldri. Skuldahlutfall Tjörneshrepps er 1% eins og á árinu 2021 og hefur hæst verið 25,3% á árinu 2014.