íbúar á miðsvæði nú 4048

22.03.2020

íbúar á miðsvæði nú 4048

Íbúar á miðsvæði voru 4048 þann 1. janúar síðastliðinn samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands. Íbúar á miðsvæði sem tilheyra Norðurþingi eru 2.625 og fjölgaði um 79 á milli ára. Íbúum í Skútustaðahreppi fjölgaði um fimm og eru nú 507 talsins. Íbúum í Þingeyjarsveit og Tjörneshreppi fækkaði. 

Ef þróun íbúafjölda á miðsvæði er borin saman við þróun íbúafjölda á landinu öll, vestursvæði og austursvæði þá fjölgar íbúum hlutfallslega meira en á vestursvæði. Á austursvæði fækkar íbúum en hlutfallsleg fjölgun er meiri á landsvísu en á miðsvæði. 

Hægt er að rýna betur í upplýsingarnar í vísi 1.1 en búið er að uppfæra myndir 1.1. b, 1.1. c. og 1.1. d.