Íbúar af 38 þjóðernum á vöktunarsvæði Gaums

15.02.2022

Íbúar af 38 þjóðernum á vöktunarsvæði Gaums

Við uppfærslu á vísi 1.1 um ríkisfang og uppruna íbúa kom í ljós að íbúar á vöktunarsvæði Gaums eru nú af 38 þjóðernum auk Íslendinga. 

Í aðdraganda framkvæmda á Þeistareykjum og Bakka fjölgaði erlendum íbúum á Miðsvæði. Flestir voru þeir árið 2018, alls 874. Síðan þá hefur erlendum íbúum fækkað og eru á árinu 2021 orðnir 673. Eins og undanfarin ár þá eru flestri íbúar með erlent ríkisfang pólskir að uppruna. Þar á eftir eru íbúar með tékkneskt, spænskt og slóvenskt ríkisfang. Af Norðurlandabúum eru Svíar fjölmennasti hópurinn eða 8 manns og því næst Norðmenn sem eru 5. 

Íbúar af 9 þjóðernum eru einu íbúar frá sínu heimalandi á Miðsvæði. Þeir koma frá Finnlandi, Írlandi, Slóveníu, Rússlandi, Kanada, Brasilíu, Mexíkó, Alsír, Filippseyjum og einn er án ríkisfangs.