Íbúar af erlendum uppruna af 44 þjóðernum

05.12.2022

Íbúar af erlendum uppruna af 44 þjóðernum

Í annað skipti á árinu eru uppfærð gögn um þjóðerni íbúa. Það kemur til af því að á fyrsta fjórðungi árins voru uppfærð gögn vegna ársins 2021 en nú eru uppfærð gögn vegna ársins 2022. 

Á þeim tíma sem vöktunin nær til hefur orðið umtalsverð breyting á hvort tveggja samsetingu íbúafjöldans en einnig hefur þjóðernum fjölgað. Við upphaf vöktunartímans, árið 2011, bjuggu 190 íbúar í Norðurþingi, Skútustaðahreppi og Tjörneshreppi af öðrum uppruna en íslenskum. Alls komu þeir frá 18 þjóðlöndum og voru Pólverjar fjölmennastir eða 122 og Þjóðverjar næstir, 13 talsins. Fjöldi íbúa af öðrum þjóðernum en var lítill eða frá einum og upp í sex manns.

Nú árið 2022 hefur orðið umtalsverð breyting á íbúasamsetningu sveitarfélaganna þegar kemur að uppruna. Íbúar af öðru þjóðerni eru 723 talsins og koma frá 43 löndum auk eins sem er án ríkisfangs. Flestir hafa íbúar af öðru þjóðerni en íslensku orðið 909 árið 2018 sem var háannatími framkvæmda á Bakka og gangsetning verksmiðjunnar fór fram það ár. 

Líkt og 2011 eru flestir íbúarnir frá Póllandi, en Pólverjar á svæðinu nú 287 talsins. Íbúar frá Tékklandi og Spáni eru 49, Litháar eru 42 og Slóvakar 40. Fleiri þjóðerni eru nokkuð fjölmenn á svæðinu en alls eru íbúar frá 13 þjóðlöndum fleiri en 10. Íbúar af 12 þjóðernum eru einu íbúar frá sínu heimalandi á vöktunarsvæðinu, þar á meðal eru íbúar frá Finnlandi, Albaníau, Úkraínu, Kanada, Brasilíu og Nepal. Þá er einn íbúi á svæðinu án ríkisfangs.

Árið 2011 komu íbúarnir frá þremur heimsálfum, Evrópu, Norður Ameríku og Asíu. Nú koma íbúar ef erlendum uppruna frá Evrópu, Norður- og Mið-Ameríku, Suður-Ameríku, Afríku og Asíu. Enn sem komið er býr enginn íbúa fra´ Eyjaálfu á vöktunarsvæði Gaums.   

 

Til viðbótar má geta þess að um þessar mundir stendur yfir sýningin Samfélagið í hnotskurn á Safnahúsinu á Húsavík. Þar má líta fólk við störf í okkar nútíma fjölmenningarsamfélagi. Sýningin er afrakstur samstarfs stéttarfélgsins Framsýnar og Egils Bjarnasonar