Jafngildishljóðstig við Þeistareyki

04.12.2020

Jafngildishljóðstig við Þeistareyki

Frá maímánuði 2014 hafa farið fram mælingar á hljóðstigi við Þeistareykjavirkjun. Nú hafa verið birtar upplýsingar um jafngildishljóðstig við virkjunina. Mælingar hófust um ári áður en framkvæmdir við byggingu virkjunarinnar hófust. Virkjun var gangsett árið 2017 og ná þær mælingar sem nú eru birta því yfir tímann áður en framkvæmdir hófust, á meðan á þeim stóð og starfstíma virkjunarinnar frá 2017 til ársloka 2019. 

Um viðmið fyrir hávaða er tekið mið af reglugerð nr. 724/2008. Viðmið um jafngildishljóðstig fyrir iðnaðarsvæði er 70 dB. Að auki er tekið mið af mati á umhverfisáhrifum Þeistareykjavirkjunar og vöktunaráætlun og starfsleyfi vegna Þeistareykjavirkjunar. Samkvæmt starfsleyfi Þeistareykjavirkjunar geta undantekningar átt sér stað tímabundið vegna framkvæmda, borunar og blásturs.

Á þeim tíma sem mælingarnar ná til hefur verið leiðrétt fyrir vindhraða svo allar tölur miða við að vindhraði hafi verið 5 m/s. Tvisvar hafa mælingar farið uppfyrir viðmiðunarmörkin 70 dB, annars vegar janúar 2017 og hinsvegar í maí 2018.